Fótbolti

Ólína skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólína Guðbjörg í leik með Chelsea.
Ólína Guðbjörg í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Doncaster Rovers í dag.

Ólína G. Viðarsdóttir skoraði mark Chelsea eftir hornspyrnu eftir að Doncaster hafði komist yfir í leiknum. Þetta var hennar fyrsta mark í bláa búningnum.

Edda Garðarsdóttir spilaði einnig fyrir Chelsea í dag sem er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum í deildinni.

Tímabilið er rétt nýhafið og á Arsenal til að mynda enn eftir að spila leik í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×