Lífið

Ég kvæntist of ungur

Leikarinn Ethan Hawke segir það hafa verið mistök að kvænast leikkonunni Umu Thurman í viðtali við tímaritið ELLE.

“Velgengni er yfirþyrmandi þegar maður er ungur. Mér fannst ég missa stjórn á lífinu og ég vildi ná tökunum aftur. Ég hélt að hjónaband myndi hjálpa. Ég hafði rangt fyrir mér,” segir Ethan. Hann gekk í það heilaga með Umu fyrir fimmtán árum og saman eiga þau tvö börn – Maya, fjórtán ára og Levon, tíu ára. Hann segist hafa kvænst of ungur.

Ethan og Uma voru hjón í fimm ár.
“Ég átti ekki að strengja þessi heit,” segir hann. Ethan og Uma skildu árið 2005 eftir fimm ára hjónaband og Ethan kvæntist seinni eiginkonu sinni, Ryan Hawke þremur árum seinna.

Ethan á tvær dætur með núverandi eiginkonu sinni, Ryan.
Sjarmatröll.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.