Fótbolti

Hannes skoraði í sínum fyrsta leik í austurrísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson.
Hannes Þ. Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða og síðasta mark Grödig í 4-3 heimasigri á Wolfsberger AC í austurrísku deildinni.

Hannes kom inn á í stöðunni 3-0 á 66. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar var Grödig búið að missa Dominique Taboga af velli með rautt spjald og búið að fá á sig mark.

Hannes kom Grödig í 4-1 á 72. mínútu og það reyndist vera markið sem skildi á milli liðanna því Wolfsberger AC náði að skora tvö mörk á lokamínútunum manni fleiri.

Grödig er í 2. sæti deildarinnar eftir þennan sigur með tíu stig úr fimm leikjum og aðeins einu stigi á eftir toppliði Red Bull Salzburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×