Innlent

Uppfært: Rafmagnslaust í suðurhlíðum Öskjuhlíðar fram eftir degi

Rafmagnslaust í Fossvogi.
Rafmagnslaust í Fossvogi. Mynd/Vilhelm
Vegna bilunar í háspennukerfi verður rafmagnslaust í hverfinu milli Fossvogskirkjugarðs og Kringlumýrarbrautar fram eftir degi, meðan unnið er að viðgerð.

Háspennubilun varð nú í morgun í suðurhlíðum Öskjuhlíðar og nokkrum húsum í Kópavogi í grennd við Lund. Fljótlega tókst að tengja hluta rafmagnslausra húsa eftir varaleiðum. Bilun í spenni í dreifistöð í suðurhlíðum Öskjuhlíðar gerir þó að verkum að skipta þarf um spenninn og það tekur nokkrar klukkustundir. Sú vinna stendur yfir en á meðan verður rafmagnslaust í íbúðahverfinu á milli Fossvogskirkjugarðs og Kringlumýrarbrautar.

Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin veldur.

UPPFÆRT:

Nú er lokið viðgerð á dreifistöð rafmagns í suðurhlíðum Öskjuhlíðar. Bilun sem varð í henni í morgun olli rafmagnsleysi þar í hverfinu. Viðgerðinni lauk um kl. 14:20 og eru notendur því komnir með rafmagn að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×