Fótbolti

Alfreð skoraði í tapleik Heerenveen

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Alfreð hefur farið frábærlega af stað með Heereveen
Alfreð hefur farið frábærlega af stað með Heereveen
Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Heereveen þegar liðið tapaði 2-4 gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Íslenski landsliðsframherjinn kom liðinu yfir snemma leiks en marki hans fylgdu þrjú mörk Heracles. Heereveen tókst að minnka muninn þegar stutt var eftir af leiknum en Heracles svöruðu með fjórða marki sínu og þar við sat.

Heereveen hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu fyrir leik dagsins en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar eftir umferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×