Innlent

Tillögur fyrir umhverfisátak

Freyr Bjarnason skrifar
Allt að eitt hundrað milljónum verður varið í átakið á næsta ári.
Allt að eitt hundrað milljónum verður varið í átakið á næsta ári.
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í fyrra ákvað bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin.

Framkvæmdaráð vann áætlun eftir þeim ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014.

Á næsta ári líkt og því síðasta verða allt að eitt hundrað milljónir lagðar í átakið og er fjárveitingin einkum ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×