Innlent

Setja upp neyðarsíma í Múlagöngum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Símasambandi verður komið á í Múlagöngum.
Símasambandi verður komið á í Múlagöngum.
Vegagerðin er nú að hefja endurbætur á Múlagöngum sem tengja Ólafsfjörð og Dalvík.

Bæta á lýsingu í göngunum, setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 metra bili. Þá á að koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.

Einnig á að setja upp lokunar- og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá og blikkljós. Sömuleiðis mengunarmæla og hita- og rakamæla. Ekki á að koma á útvarpssambandi.

Múlagöng um Ólafsfjarðarmúla voru opnuð árið 1990. Göngin eru 3,4 kílómetrar að lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×