Innlent

Ísland verðlaunað af Women in Parliaments

Samúel Karl Ólason skrifar
Hanna Birna veitir verðlaunum Íslands viðtöku.
Hanna Birna veitir verðlaunum Íslands viðtöku. Mynd/Ragnheiður Elín Árnadóttir
Íslenskar þingkonur og ráðherrar eru á árlegri ráðstefnu WIP, eða Women in Parliaments Global Forum. Ráðstefnan hófst í Brussel í gær og lýkur á morgun.

Á ráðstefnunni veitti Hanna Birna Kristjánsdóttir, iðnaðarráðherra, jafnréttisverðlaunum WIP viðtöku fyrir Íslands hönd. Ísland hlaut verðlaunin fyrir að mest hafi verið dregið úr kynjahalla á Íslandi meðal landa í Evrópu og mið-Asíu.

66 eru á mælendaskrá ráðstefnunnar og þar á meðal Kofi Annan og Hillary Clinton. Þrjár íslenskar konur taka einnig til máls. Jóhanna Sigurðardóttir, Eygló Harðardóttir og Halla Tómasdóttir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra er einnig á ráðstefnunni og birti meðfylgjandi mynd á instagram síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×