Innlent

Jólahugvekja frá fullum föður

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Sala Kærleikskúlunnar hefst að viku liðinni eða fimmtudaginn 5. desember og stendur til 19. desember. Ár hvert sér þekktur listamaður um hönnun kúlunnar og í ár var það myndlistamaðurinn Ragnar Kjartansson. 

Kúluna prýðir jólahugvekja frá kenndum föður Ragnars. Ragnar sagði sögu verksins á vinnustofunni Ási í dag, en þar er kúlunni pakkað áður en hún fer í almenna sölu.  

Hlynur Steinarsson er einn þeirra sem vinnur á Ási. Við fengum Hlyn til þess að spyrja Ragnar um vinnuferlið.

Við Hlynur tókum vinnuskiptin að sjálfsögðu alla leið og hlotnaðist fréttamanni sá heiður að fá að skella upp hvítum hönskum og pakka einni kúlu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×