Fótbolti

Dregið í HM-riðla hjá stelpunum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í öðrum styrkleikaflokki á morgun þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvenna sem fer fram í Kanada 2015. Íslensk A-landslið í fótbolta hefur aldrei komist á HM.

Það verða sjö riðlar í undankeppninni með sex liðum í hverjum riðli. Sigurvegari riðilsins kemst beint á HM en fjögur lið, með bestan árangur í öðru sæti, fara svo í umspilsleiki þar sem leikið er um áttunda sætið sem Evrópu er úthlutað í keppninni.  

Að þessu sinni verða 24 þjóðir í úrslitakeppninni í Kanada og leikið verður í fimm borgum þar í landi, Edmonton, Moncton, Montreal, Ottawa og Vancouver.

Íslenska landsliðið var einu sæti frá því að komast í efsta styrkleikaflokk en liðum var raðað upp eftir árangri í síðustu þremur stórmótum; EM 2009, HM 2011 og EM 2013.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: (Ein þjóð úr hverjum potti í hvern riðil)

Pottur A:

Þýskaland, Svíþjóð, Frakkland, England, Noregur, Ítalía og Danmörk.

Pottur B:

Ísland, Finnland, Rússland, Hollandi, Spánn, Skotland og Úkraína:

Pottur C:

Sviss, Póllandi, Tékkland, Austurríki, Belgía, Írland og H-Rússland

Pottur D:

Ungverjaland, Serbía, Rúmenía, Portúgal, Wales, Slóvakía og N-Írland

Pottur E:

Slóvenía, Grikkland, Tyrkland, Bosnía-Hersegovína, Búlgaría, Ísrael og Eistland

Pottur F:

Kazakhstan, Króatía,  Makedónia, Malta, Albanía, Færeyjar og Svartfjallaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×