Við heyrðum í skemmtanastjóra Sjallans og Agli.

„Stemningin var rosaleg. Margir sem mættu í hlýrabolum og allir sem mættu skemmtu sér konunglega. Það var mjög gaman að sjá hversu margir gestir voru búnir að ná brjóstdansinum mínum sem ég er búinn að vinna í mörg ár. Allir höguðu sér vel og þetta var til fyrirmyndar," segir Egill spurður um andrúmsloftið í Sjallanum þetta umræda kvöld.

„Ég og Auddi tókum svo FM95Blö lagið, flutningurinn var óaðfinnanlegur hjá okkur félögunum og hver einn og einasti kjaftur í salnum söng með. Þetta var ekkert minna en stórkostlegt.“

Spurður út í fjöldann sem mætti á Stuðlagaballið til að hlýða á DJ MuscleBoy eftir að Óli Geir hafði hitað upp sagði Davíð Rúnar skemmtanastjóri Sjallans: „Það komu 850 manns í Sjallann að hlusta á Egil. Þetta er langbesta mætingin í húsið á árinu. Hrikalega flott."


