Rigningasumar samkvæmt Fóelluvötnum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 18. júní 2013 18:35 Fóelluvötn á Sandskeiði eru nú þurr. Veit það á rigningasumar sunnanlands samkvæmt gamalli þjóðtrú. Páll Bergþórsson veðurfræðingur tekur ekki undir þá spá þó margt sé skynsamlegt í þjóðtrúnni. Hann segir frost í jörðu eftir veturinn ráða vatnsstöðunni og að hún segi ekki til um veðurfarið í sumar. Efri- og Neðri- Fóelluvötn eru samsafn smátjarna og polla á Sandskeiði ofan við Reykjavík. Í lestarferðum yfir Hellisheiði fyrrihluta sumars fylgdust bændur vel með vatnsstöðu þeirra og huguðu jafnvel fyrr að slætti ef þau voru þurr, það þótti fyrirboði votviðrasumars. Fóelluvötn eru þurr núna og samkvæmt þjóðtrúnni veit það á rigningasumar sunnanlands. Öfugt við það veit það á gott sumar ef vatnsstaða er góð í Fóelluvötnum fyrrihluta sumars. Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri hefur heyrt um þessa þjóðtrú en hefur ekki trú á því að staða vatnanna hafi nokkuð með veðurfar að gera. „Nú er tiltölulega þurrt hérna. Ástæðan fyrir því er sú að ég held að það var mjög mildur vetur og lítið frost í jörðu, sem annars hefði getað haldið uppi vatninu svo það sígi ekki niður. Ég sé nú ekki beinlínis neitt samhengi þarna á milli að það verði eitthvað rigningarsumar fyrir því," segir Páll og bætir við að um eftirtektaverða tilviljun sé að ræða. „Það er nú þannig með rigninguna að hún er ekki eins reglulega og hitinn. Rigningasumur geta komið bæði á hlýinda- og kuldaskeiðum. Ég sé ekki neitt samhengi þarna á milli," segir Páll. „Ég þekki hliðstætt dæmi úr öðru tilfelli, það er um frostavetur og hlýtt sumar. Það hefur lengi verið trú að ef það er gott og hlýtt sumar verði mikill frostavetur næsti vetur, þetta hefur alls ekki reynst vera þannig á þessari og síðustu öld. Þegar það eru hlý sumur er yfirleitt hlýr vetur á eftir." Eitt dæmi sé þó til, árið 1880 þegar sumarið var einstaklega hlýtt og miklar frosthörkur veturinn eftir. „Þetta verður mönnum náttúrulega afar minnisstætt og þeir hneigjast til þess að halda að þetta sé einhver regla. Það kann að vera þannig með vötnin líka, ég þori ekki að segja um það. Það er mjög margt sem er mjög skynsamlegt í þjóðtrúnni. Menn voru mjög eftirtektarsamir með veður, sérstaklega til skemmri tíma," segir Páll. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Fóelluvötn á Sandskeiði eru nú þurr. Veit það á rigningasumar sunnanlands samkvæmt gamalli þjóðtrú. Páll Bergþórsson veðurfræðingur tekur ekki undir þá spá þó margt sé skynsamlegt í þjóðtrúnni. Hann segir frost í jörðu eftir veturinn ráða vatnsstöðunni og að hún segi ekki til um veðurfarið í sumar. Efri- og Neðri- Fóelluvötn eru samsafn smátjarna og polla á Sandskeiði ofan við Reykjavík. Í lestarferðum yfir Hellisheiði fyrrihluta sumars fylgdust bændur vel með vatnsstöðu þeirra og huguðu jafnvel fyrr að slætti ef þau voru þurr, það þótti fyrirboði votviðrasumars. Fóelluvötn eru þurr núna og samkvæmt þjóðtrúnni veit það á rigningasumar sunnanlands. Öfugt við það veit það á gott sumar ef vatnsstaða er góð í Fóelluvötnum fyrrihluta sumars. Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri hefur heyrt um þessa þjóðtrú en hefur ekki trú á því að staða vatnanna hafi nokkuð með veðurfar að gera. „Nú er tiltölulega þurrt hérna. Ástæðan fyrir því er sú að ég held að það var mjög mildur vetur og lítið frost í jörðu, sem annars hefði getað haldið uppi vatninu svo það sígi ekki niður. Ég sé nú ekki beinlínis neitt samhengi þarna á milli að það verði eitthvað rigningarsumar fyrir því," segir Páll og bætir við að um eftirtektaverða tilviljun sé að ræða. „Það er nú þannig með rigninguna að hún er ekki eins reglulega og hitinn. Rigningasumur geta komið bæði á hlýinda- og kuldaskeiðum. Ég sé ekki neitt samhengi þarna á milli," segir Páll. „Ég þekki hliðstætt dæmi úr öðru tilfelli, það er um frostavetur og hlýtt sumar. Það hefur lengi verið trú að ef það er gott og hlýtt sumar verði mikill frostavetur næsti vetur, þetta hefur alls ekki reynst vera þannig á þessari og síðustu öld. Þegar það eru hlý sumur er yfirleitt hlýr vetur á eftir." Eitt dæmi sé þó til, árið 1880 þegar sumarið var einstaklega hlýtt og miklar frosthörkur veturinn eftir. „Þetta verður mönnum náttúrulega afar minnisstætt og þeir hneigjast til þess að halda að þetta sé einhver regla. Það kann að vera þannig með vötnin líka, ég þori ekki að segja um það. Það er mjög margt sem er mjög skynsamlegt í þjóðtrúnni. Menn voru mjög eftirtektarsamir með veður, sérstaklega til skemmri tíma," segir Páll.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira