Framsókn myndi missa 5 þingmenn Þorgils Jónsson skrifar 1. júlí 2013 08:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Allir flokkar á þingi nema Framsóknarflokkurinn bæta við fylgi sitt frá alþingiskosningum í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Könnunin varð gerð dagana 26. og 27. júní. Úrtakið í könnuninni var 1.077, en hringt var þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Alls tók 81% svarenda afstöðu til spurningarinnar Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Það sem einkennir niðurstöður könnunarinnar er meðal annars það að fylgi við önnur framboð en þau sem komust inn á þing dalar verulega. Á meðan tæp tólf prósent kusu framboð sem ekki komust upp fyrir fimm prósenta þröskuldinn sem tryggir þingsæti segjast nú aðeins 4,2% svarenda myndu kjósa önnur framboð en þau sex sem eiga fulltrúa á þingi. Ekki liggur fyrir hvernig fylgið hefur færst milli flokka en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem er undir kjörfylgi. Framsókn fengi nú 21% atkvæða og myndi missa fimm af nítján þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,3% og bætti við sig tveimur þingmönnum. Stjórnin hefði því enn ríflegan meirihluta á þingi, 35 þingmenn gegn 28. Athygli vekur að Vinstri græn fara upp í 15,3% og bæta við sig tveimur þingmönnum. Þau eru því komin upp fyrir Samfylkinguna, sem bætir einungis lítillega við sig frá kosningum og stendur nú í 14,4% og bætir við sig einum þingmanni. Fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar stendur hér um bil í stað en síðarnefndi flokkurinn missir þó einn af sex þingmönnum sínum.Meiri stuðningur á landsbyggðinni Ríkisstjórnin nýtur stuðnings tæplega 60% þeirra kjósenda sem taka afstöðu samkvæmt könnuninni.Nokkur munur er á afstöðu kynjanna gagnvart stjórninni, þar sem 62% karla segjast styðja hana en hlutfallið í hópi kvenna er 55%, og talsvert meiri stuðningur er við stjórnina á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, 67% á móti 55%. Auk þess er meiri stuðningur við stjórnina í hópi eldri kjósenda en þeirra yngri, þar sem 64% þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast styðja stjórnina en 54% þeirra sem eru undir 50 ára aldri. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Allir flokkar á þingi nema Framsóknarflokkurinn bæta við fylgi sitt frá alþingiskosningum í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Könnunin varð gerð dagana 26. og 27. júní. Úrtakið í könnuninni var 1.077, en hringt var þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Alls tók 81% svarenda afstöðu til spurningarinnar Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Það sem einkennir niðurstöður könnunarinnar er meðal annars það að fylgi við önnur framboð en þau sem komust inn á þing dalar verulega. Á meðan tæp tólf prósent kusu framboð sem ekki komust upp fyrir fimm prósenta þröskuldinn sem tryggir þingsæti segjast nú aðeins 4,2% svarenda myndu kjósa önnur framboð en þau sex sem eiga fulltrúa á þingi. Ekki liggur fyrir hvernig fylgið hefur færst milli flokka en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem er undir kjörfylgi. Framsókn fengi nú 21% atkvæða og myndi missa fimm af nítján þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,3% og bætti við sig tveimur þingmönnum. Stjórnin hefði því enn ríflegan meirihluta á þingi, 35 þingmenn gegn 28. Athygli vekur að Vinstri græn fara upp í 15,3% og bæta við sig tveimur þingmönnum. Þau eru því komin upp fyrir Samfylkinguna, sem bætir einungis lítillega við sig frá kosningum og stendur nú í 14,4% og bætir við sig einum þingmanni. Fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar stendur hér um bil í stað en síðarnefndi flokkurinn missir þó einn af sex þingmönnum sínum.Meiri stuðningur á landsbyggðinni Ríkisstjórnin nýtur stuðnings tæplega 60% þeirra kjósenda sem taka afstöðu samkvæmt könnuninni.Nokkur munur er á afstöðu kynjanna gagnvart stjórninni, þar sem 62% karla segjast styðja hana en hlutfallið í hópi kvenna er 55%, og talsvert meiri stuðningur er við stjórnina á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, 67% á móti 55%. Auk þess er meiri stuðningur við stjórnina í hópi eldri kjósenda en þeirra yngri, þar sem 64% þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast styðja stjórnina en 54% þeirra sem eru undir 50 ára aldri.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira