Hjólabrettakappar mótmæla á Ingólfstorgi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. júlí 2013 19:37 Jakob Frímann Magnússon, miðbæjarstjóri, segir að á Ingólfstorgi sé pláss fyrir alla. Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira