Hjólabrettakappar mótmæla á Ingólfstorgi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. júlí 2013 19:37 Jakob Frímann Magnússon, miðbæjarstjóri, segir að á Ingólfstorgi sé pláss fyrir alla. Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira