Safna Pez-körlum fyrir einhverfan dreng Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. desember 2013 15:07 Hilmar Geir Ingibjargarson hefur mikla ánægju af Pez-karla safninu sínu. „Við vorum svo spennt að leyfa honum að fara inn í nýja herbergið sitt en um leið og hann fór inn spurði hann „hvar eru allir karlarnir mínir?“ og brotnaði svo niður. Við vorum alveg í öngum okkar,“ segir Ingibjörg Friðþjófsdóttir, móðir Hilmars Geirs Ingibjargarsonar, sem varð fyrir því óláni að allt Pez-karla safnið hans týndist í flutningum. Hilmar er greindur með einhverfu, athyglisbrest, ofvirkni og áráttueinnkenni, ásamt öðru og í auglýsingu systur hans á bland.is segir að hann hafi safnað Pez-körlum frá því hann var lítill. „Hann elskar að fara út í búð og kaupa sér bland í poka, en hann borðar aldrei nammið, vill það ekki – það gerum við hin en þess vegna kaupum við alltaf fyrir hann nýjan Pez-karl í staðinn,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Ingibjörg segir Hilmar yndislegan dreng en hann sé búinn að vera mjög einmana, hafi lent í miklu einelti, bæði vegna greininganna, það er að segja hvernig hann er sem og vegna litarháttar hans, en faðir hans sem er látinn var frá Sahara-eyðimörkinni.Systkinin Hilmar og Kristín Ingibjargarbörn.„Við héldum upp á afmælið hans í fyrra og vorum að baka fyrir veisluna sem var haldin á veitingahúsi. Við Hilmar, systir hans og ég fórum á undan en bróðir hans beið eftir því að afmæliskakan væri tilbúin. Við höfðum kveikt á kertum á borðstofuborðinu fyrir Hilmar sem hefur mjög gaman af kertum og gleymdum þeim og þess vegna kviknaði í. Við þurftum að fara úr húsinu sem varð fyrir miklum reykskemmdum og Pez-karla safnið hans Hilmars týndist í flutningunum. Við uppgötvuðum það ekki fyrr en núna um jólin þegar hann fékk nýtt herbergi í jólagjöf að safnið var týnt. Hann mátti ekki fara inn fyrr en við vorum búin að taka upp alla pakkana. Við vorum að vona að hann tæki ekki eftir því en auðvitað var það það fyrsta sem hann sá,“ segir Ingibjörg. Hún segir jólin hafa verið æðisleg fyrir utan þetta eina atriði og vonar að fólk sjái sér fært að hjálpa syni sínum að eignast nýtt Pez-safn. „Viðbrögðin við auglýsingu systur hans hafa verið ótrúleg. Hingað kom drengur í hjólastól alla leið frá Selfossi til að leggja í púkkið og margt fólk hefur verið að koma eða hringja og segjast ætla að senda Pez-karla,“ segir Ingibjörg sem er að vonum ánægð með hjálpsemina. Hægt er að hafa samband við systur Hilmars á Facebook-síðu hennar hér ef einhver á Pez-karla sem hægt er að sjá af. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
„Við vorum svo spennt að leyfa honum að fara inn í nýja herbergið sitt en um leið og hann fór inn spurði hann „hvar eru allir karlarnir mínir?“ og brotnaði svo niður. Við vorum alveg í öngum okkar,“ segir Ingibjörg Friðþjófsdóttir, móðir Hilmars Geirs Ingibjargarsonar, sem varð fyrir því óláni að allt Pez-karla safnið hans týndist í flutningum. Hilmar er greindur með einhverfu, athyglisbrest, ofvirkni og áráttueinnkenni, ásamt öðru og í auglýsingu systur hans á bland.is segir að hann hafi safnað Pez-körlum frá því hann var lítill. „Hann elskar að fara út í búð og kaupa sér bland í poka, en hann borðar aldrei nammið, vill það ekki – það gerum við hin en þess vegna kaupum við alltaf fyrir hann nýjan Pez-karl í staðinn,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Ingibjörg segir Hilmar yndislegan dreng en hann sé búinn að vera mjög einmana, hafi lent í miklu einelti, bæði vegna greininganna, það er að segja hvernig hann er sem og vegna litarháttar hans, en faðir hans sem er látinn var frá Sahara-eyðimörkinni.Systkinin Hilmar og Kristín Ingibjargarbörn.„Við héldum upp á afmælið hans í fyrra og vorum að baka fyrir veisluna sem var haldin á veitingahúsi. Við Hilmar, systir hans og ég fórum á undan en bróðir hans beið eftir því að afmæliskakan væri tilbúin. Við höfðum kveikt á kertum á borðstofuborðinu fyrir Hilmar sem hefur mjög gaman af kertum og gleymdum þeim og þess vegna kviknaði í. Við þurftum að fara úr húsinu sem varð fyrir miklum reykskemmdum og Pez-karla safnið hans Hilmars týndist í flutningunum. Við uppgötvuðum það ekki fyrr en núna um jólin þegar hann fékk nýtt herbergi í jólagjöf að safnið var týnt. Hann mátti ekki fara inn fyrr en við vorum búin að taka upp alla pakkana. Við vorum að vona að hann tæki ekki eftir því en auðvitað var það það fyrsta sem hann sá,“ segir Ingibjörg. Hún segir jólin hafa verið æðisleg fyrir utan þetta eina atriði og vonar að fólk sjái sér fært að hjálpa syni sínum að eignast nýtt Pez-safn. „Viðbrögðin við auglýsingu systur hans hafa verið ótrúleg. Hingað kom drengur í hjólastól alla leið frá Selfossi til að leggja í púkkið og margt fólk hefur verið að koma eða hringja og segjast ætla að senda Pez-karla,“ segir Ingibjörg sem er að vonum ánægð með hjálpsemina. Hægt er að hafa samband við systur Hilmars á Facebook-síðu hennar hér ef einhver á Pez-karla sem hægt er að sjá af.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira