Innlent

Lögreglan lýsir eftir þrítugum karlmanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Óli Bjarnason.
Arnar Óli Bjarnason.
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arnari Óla Bjarnasyni. Arnar Óli er þrítugur að aldri, 171 cm að hæð og ca 85 kg.

Hann mun hafa verið í svartri úlpu og bláum gallabuxum síðast er vitað var um ferðir hans mánudaginn 23. desember síðastliðinn.

Þeir sem vita um ferðir Arnars Óla Bjarnasonar síðan 23. desember síðastliðinn eða vita hvar hann er staddur nú, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Uppfært: Arnar Óli Bjarnason er fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×