Engar kröfur um hæfni bankaráðsmanna Seðlabankans Brjánn Jónasson skrifar 11. júlí 2013 07:15 Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem skipa bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna hjá fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslumálum. Fréttablaðið/GVA Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslu. Lögfestar hafa verið kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, og hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með að þær kröfur séu uppfylltar. Meðal annars er krafist háskólamenntunar sem nýtist í starfi, starfsreynslu og þekkingu á starfsemi fyrirtækisins. Engar slíkar kröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabankans. Þess er einungis krafist að þeir starfi ekki fyrir fjármálastofnanir sem eigi viðskipti við Seðlabankann.Ómar Hlynur Kristmundsson„Það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að þeir sem sitja í bankaráði Seðlabankans uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja, opinberra fjármálafyrirtækja og Fjármálaeftirlitsins,“ segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í opinberri stjórnsýslu. Hann segir hugsanlega skýringu á því hvers vegna slíkar kröfur eru ekki gerðar þá að lög um Seðlabankann eru frá árinu 2001. Kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja voru lögfestar á síðasta kjörtímabili. Ómar segir eðlilegt að setja slíkar kröfur um bankaráðsmenn þegar lög um Seðlabankann verða endurskoðuð. Þangað til reyni þingmenn væntanlega að nota reglur um fjármálafyrirtæki sem viðmið þegar þeir velja fulltrúa í bankaráðið.Frosti SigurjónssonTil bóta að setja reglur Málefni Seðlabankans heyra undir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, segir að þær kröfur sem ákveðið hafi verið að gera stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja hafi verið framför, og það sé réttmætt að velta upp þeirri spurningu hvort gera ætti sömu kröfur til bankaráðsmanna Seðlabankans. „Það gæti verið til bóta, þó ég efist ekki um að það fólk sem þar situr sé hæft,“ segir Frosti. Nýtt bankaráð var skipað í lok síðustu viku. Af sjö aðalmönnum í ráðinu eru sex með háskólapróf í hagfræði, lögfræði og viðskiptafræði, þó ómögulegt sé að segja til um hvort það eitt dugi til þess að viðkomandi myndu standast kröfur Fjármálaeftirlitsins til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.Björn Valur GíslasonPólitískt hlutverk bankaráðsBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sker sig nokkuð úr þeim hópi, en hann er með skipstjórnarpróf og kennsluréttindi. Hann sker sig þó ekki sérstaklega úr hópi fjölmargra forvera hans í ráðinu, en allir flokkar hafa á undanförnum árum komið fólki í ráðið sem ekki myndi uppfylla kröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í dag. „Það eru ekki gerðar aðrar kröfur en að þeir séu taldir hæfir af þeim sem skipa í ráðið og njóta trausts þeirra. Þetta er pólitískt skipað ráð og hefur þar af leiðandi pólitískt hlutverk líka,“ segir Björn Valur. Hann segist treysta sér til setu í ráðinu. „Ég vona að ég standi undir þessu trausti. Það á eftir að koma í ljós. Ef ekki hlýt ég að víkja fyrir einhverjum öðrum.“ Björn Valur var fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis í fjögur ár, sem hann segir hafa verið mikla eldskýrn. „Það var mitt mat og þeirra sem skipuðu mig að ég hefði nægilega burði til að sitja í bankaráði Seðlabankans.“ Spurður hvort honum þætti eðlilegt að auka kröfur til bankaráðsmanna segir Björn Valur að vissulega mætti hugsa sér að gera ákveðnar kröfur til bankaráðsmanna. „Hinn endinn á þessu máli er að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sérfræðingavæða þjóðina,“ segir Björn Valur. „Þetta snýst líka um pólitíska stjórnun og það verður ekki allt gert af sérfræðingum.“ Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Eðlilegt væri að gera sömu kröfur til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum að mati sérfræðings í stjórnsýslu. Lögfestar hafa verið kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, og hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með að þær kröfur séu uppfylltar. Meðal annars er krafist háskólamenntunar sem nýtist í starfi, starfsreynslu og þekkingu á starfsemi fyrirtækisins. Engar slíkar kröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi skipar í bankaráð Seðlabankans. Þess er einungis krafist að þeir starfi ekki fyrir fjármálastofnanir sem eigi viðskipti við Seðlabankann.Ómar Hlynur Kristmundsson„Það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að þeir sem sitja í bankaráði Seðlabankans uppfylli sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja, opinberra fjármálafyrirtækja og Fjármálaeftirlitsins,“ segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í opinberri stjórnsýslu. Hann segir hugsanlega skýringu á því hvers vegna slíkar kröfur eru ekki gerðar þá að lög um Seðlabankann eru frá árinu 2001. Kröfur um hæfi stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja voru lögfestar á síðasta kjörtímabili. Ómar segir eðlilegt að setja slíkar kröfur um bankaráðsmenn þegar lög um Seðlabankann verða endurskoðuð. Þangað til reyni þingmenn væntanlega að nota reglur um fjármálafyrirtæki sem viðmið þegar þeir velja fulltrúa í bankaráðið.Frosti SigurjónssonTil bóta að setja reglur Málefni Seðlabankans heyra undir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, segir að þær kröfur sem ákveðið hafi verið að gera stjórnenda og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja hafi verið framför, og það sé réttmætt að velta upp þeirri spurningu hvort gera ætti sömu kröfur til bankaráðsmanna Seðlabankans. „Það gæti verið til bóta, þó ég efist ekki um að það fólk sem þar situr sé hæft,“ segir Frosti. Nýtt bankaráð var skipað í lok síðustu viku. Af sjö aðalmönnum í ráðinu eru sex með háskólapróf í hagfræði, lögfræði og viðskiptafræði, þó ómögulegt sé að segja til um hvort það eitt dugi til þess að viðkomandi myndu standast kröfur Fjármálaeftirlitsins til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.Björn Valur GíslasonPólitískt hlutverk bankaráðsBjörn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sker sig nokkuð úr þeim hópi, en hann er með skipstjórnarpróf og kennsluréttindi. Hann sker sig þó ekki sérstaklega úr hópi fjölmargra forvera hans í ráðinu, en allir flokkar hafa á undanförnum árum komið fólki í ráðið sem ekki myndi uppfylla kröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í dag. „Það eru ekki gerðar aðrar kröfur en að þeir séu taldir hæfir af þeim sem skipa í ráðið og njóta trausts þeirra. Þetta er pólitískt skipað ráð og hefur þar af leiðandi pólitískt hlutverk líka,“ segir Björn Valur. Hann segist treysta sér til setu í ráðinu. „Ég vona að ég standi undir þessu trausti. Það á eftir að koma í ljós. Ef ekki hlýt ég að víkja fyrir einhverjum öðrum.“ Björn Valur var fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd Alþingis í fjögur ár, sem hann segir hafa verið mikla eldskýrn. „Það var mitt mat og þeirra sem skipuðu mig að ég hefði nægilega burði til að sitja í bankaráði Seðlabankans.“ Spurður hvort honum þætti eðlilegt að auka kröfur til bankaráðsmanna segir Björn Valur að vissulega mætti hugsa sér að gera ákveðnar kröfur til bankaráðsmanna. „Hinn endinn á þessu máli er að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sérfræðingavæða þjóðina,“ segir Björn Valur. „Þetta snýst líka um pólitíska stjórnun og það verður ekki allt gert af sérfræðingum.“
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira