Appið má ekki heita Strætó Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 13:28 Árna barst bréf frá lögfræðingum Strætó bs. í gær. samsett mynd Strætó bs. krefst þess að notkun nafnsins Strætó verði hætt á vinsælu smáforriti (appi), sem og notkun rauntímaupplýsinga um strætisvagnaferðir. Árni Jónsson er höfundur forritsins, sem kom út í febrúar í fyrra, og var það hugsað til þess að auðvelda strætófarþegum að fylgjast með áætlun vagnanna. Forritið mátti sækja ókeypis, en nú hefur Árna borist bréf frá lögfræðingum Strætó bs. þar sem fyrrnefndar kröfur eru lagðar fram. „Um leið og ég gaf þetta út fór Strætó bs. að kvarta yfir þessu, að ég væri að nota nafnið Strætó,“ segir Árni, sem leitaði álits hjá lögfræðingi í kjölfar kvartananna. „Það kom í ljós að Strætó bs. var ekki með neina vernd á orðinu strætó. Lögfræðingurinn sagði jafnframt að það væri ólíklegt að þeir fengju vernd á þetta orð þar sem almennt er ekki hægt að fá vernd á stök íslensk orð. Ég hélt því nafninu.“App Árna með hærri einkunn Hálfu ári síðar gaf Strætó bs. út sitt eigið forrit og Árni segir það hafa fengið dræmar viðtökur. „Það app var rosalega lélegt og það var mikið kvartað yfir því. Það hafði engin áhrif á notkunina á mínu appi og allir héldu bara áfram að nota það. Ef þú skoðar tölur í App Store á vefsíðu Apple sérðu að mitt app er með talsvert betri einkunn en þeirra. Ég er með fjórar stjörnur og þeir eru með tvær og hálfa. Það er ekki góð einkunn,“ segir Árni, sem fékk að lokum bréf vegna málsins í gær. „Þau fengu einkarétt á nafninu í janúar og beita því núna gegn mér, vilja að ég skipti um nafn á appinu og kvarta undan ýmsu öðru við það,“ segir Árni, og segir framferði Strætó bs. koma sér mjög á óvart. „Það er verið að eyða peningum í margra mánaða lögfræðiferli til þess að fá einkarétt á orðinu strætó í þeim tilgangi að klekkja á fólki sem er að gera þeim greiða. Appið mitt var búið til af náttúruverndarsjónarmiði. Til að gera strætóferðir þægilegri og til að fá sem flesta í strætó. Hvergi á vefsíðu þeirra má finna neina skilmála í tengslum við rauntímakort eða gögnin þar á bak við. Og aldrei hefur Strætó bs. haft samband og leitað eftir því að gera samkomulag um notkun gagnanna.“ Árni hafði frest til 8. júlí til þess að verða við kröfunum, en bréfið fékk hann í hendurnar í gær. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Strætó bs. krefst þess að notkun nafnsins Strætó verði hætt á vinsælu smáforriti (appi), sem og notkun rauntímaupplýsinga um strætisvagnaferðir. Árni Jónsson er höfundur forritsins, sem kom út í febrúar í fyrra, og var það hugsað til þess að auðvelda strætófarþegum að fylgjast með áætlun vagnanna. Forritið mátti sækja ókeypis, en nú hefur Árna borist bréf frá lögfræðingum Strætó bs. þar sem fyrrnefndar kröfur eru lagðar fram. „Um leið og ég gaf þetta út fór Strætó bs. að kvarta yfir þessu, að ég væri að nota nafnið Strætó,“ segir Árni, sem leitaði álits hjá lögfræðingi í kjölfar kvartananna. „Það kom í ljós að Strætó bs. var ekki með neina vernd á orðinu strætó. Lögfræðingurinn sagði jafnframt að það væri ólíklegt að þeir fengju vernd á þetta orð þar sem almennt er ekki hægt að fá vernd á stök íslensk orð. Ég hélt því nafninu.“App Árna með hærri einkunn Hálfu ári síðar gaf Strætó bs. út sitt eigið forrit og Árni segir það hafa fengið dræmar viðtökur. „Það app var rosalega lélegt og það var mikið kvartað yfir því. Það hafði engin áhrif á notkunina á mínu appi og allir héldu bara áfram að nota það. Ef þú skoðar tölur í App Store á vefsíðu Apple sérðu að mitt app er með talsvert betri einkunn en þeirra. Ég er með fjórar stjörnur og þeir eru með tvær og hálfa. Það er ekki góð einkunn,“ segir Árni, sem fékk að lokum bréf vegna málsins í gær. „Þau fengu einkarétt á nafninu í janúar og beita því núna gegn mér, vilja að ég skipti um nafn á appinu og kvarta undan ýmsu öðru við það,“ segir Árni, og segir framferði Strætó bs. koma sér mjög á óvart. „Það er verið að eyða peningum í margra mánaða lögfræðiferli til þess að fá einkarétt á orðinu strætó í þeim tilgangi að klekkja á fólki sem er að gera þeim greiða. Appið mitt var búið til af náttúruverndarsjónarmiði. Til að gera strætóferðir þægilegri og til að fá sem flesta í strætó. Hvergi á vefsíðu þeirra má finna neina skilmála í tengslum við rauntímakort eða gögnin þar á bak við. Og aldrei hefur Strætó bs. haft samband og leitað eftir því að gera samkomulag um notkun gagnanna.“ Árni hafði frest til 8. júlí til þess að verða við kröfunum, en bréfið fékk hann í hendurnar í gær.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira