Innlent

Eldri borgari keyrði inn í Austurver

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Bílstjórinn, sem var eldri maður, hefur verið eitthvað utan við sig.
Bílstjórinn, sem var eldri maður, hefur verið eitthvað utan við sig. MYND/PLANICELAND.COM
Eldri maður keyrði inn í verslunarmiðstöðina Austurver á Háaleitisbraut um sjöleytið í kvöld. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Maðurinn keyrði inn í verslunarmiðstöðina svo gluggar brotnuðu og töluvert tjón varð. Hann lét það ekki á sig fá og bakkaði út aftur.

Eftir það gekk hann inn í verlsun Nóatúns og keypti sér te, en það hafði verið tilgangur ferðar hans í Austurver.

Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×