Innlent

Fjöldi lögreglumanna leitaði í Árnessýslu

Vitað er til þess að lögreglan á Selfossi hafi stöðvað bíla á tveimur stöðum í þeim tilgangi að leita mannsins.
Vitað er til þess að lögreglan á Selfossi hafi stöðvað bíla á tveimur stöðum í þeim tilgangi að leita mannsins.
Fjöldi lögreglumanna á Selfossi leitaði í dag manns í Árnessýslu í tengslum við lögreglurannsókn í Reykjavík. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni sem er nú hætt.

Ekki er vitað um ástæður leitarinnar að svo stöddu, en hvorki lögreglan á Selfossi né lögreglan á höfðuborgðarsvæðinu vildi tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband.

Fram kemur á mbl.is að lögregla hafi stöðvað bíla bæði við Kerið og Laugarvatn í dag þar sem lögreglumenn leituðu í bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×