Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 09:30 Hafþór Júlíus ásamt Arnold Schwarzenegger á Arnold Classic. Mynd/Instagram Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu. Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu.
Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira