Lífið

Gengu öskrandi inn í bíósalinn

Freyr Bjarnason skrifar
Stelpurnar stóðu í biðröð í marga klukkutíma til að þær myndu alveg örugglega fá góð sæti á myndina.

F23200813 direction
Stelpurnar stóðu í biðröð í marga klukkutíma til að þær myndu alveg örugglega fá góð sæti á myndina. F23200813 direction fréttablaðið/vilhelm
Heimsforsýning á myndinni One Direction 3D: This is US, sem fjallar um ensk-írska strákabandið One Direction, var haldin í London í gær.

Smárabíó sýndi beint frá herlegheitunum klukkan 16 í gegnum gervihnött, þar sem fylgst var með meðlimum bandsins mæta á frumsýninguna, heilsa upp á aðdáendur sína og veita viðtöl. Að því loknu horfðu gestir Smárabíós á myndina en hún var sýnd í troðfullum sölum 1 og 2.

Biðraðir voru byrjaðar að myndast fyrir utan Smárabíó klukkan 11 í gær. Sigríður Ósk Sigurrósardóttir, fimmtán ára, mætti ásamt vinkonum sínum um tólfleytið. Blaðamaður hafði samband við hana þegar þær voru nýkomnar inn í bíósalinn. „Það fóru allir öskrandi inn í salinn og allt það. Það voru allir að fríka út,“ sagði hún um stemninguna í bíóinu.

Að sjálfsögðu er One Direction uppáhaldshljómsveitin hennar. Aðspurð segir hún alls ekki hafa verið leiðinlegt að standa svona lengi í biðröðinni. „Það er svo skemmtilegt að fá að hitta aðrar stelpur sem eru líka aðdáendur.“

Þeir aðdáendur One Direction sem misstu af beinu útsendingunni í gær þurfa ekki að örvænta því myndin fer í almennar sýningar 6. september.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.