Lífið

Ný fatalína fyrir breiðari hóp

Hönnuðir Marchesa þær Keren Craig og Georgina Chapman.
Hönnuðir Marchesa þær Keren Craig og Georgina Chapman. nordicphotos/getty
Konurnar á bakvið hátískumerkið Marchesa, þær Georgina Chapman og Keren Craig kynntu nýja fatalínu fyrirtækisins sem nefnist Marchesa Voyage, í Los Angeles nú fyrir stuttu.



Voyage línan er frábrugðin Marchesa að því leitinu til að hún höfðar til stærri og breiðari hóps kvenna. Marchesa er þekkt fyrir glamúr og fágaðar flíkur og sjást þær ósjaldan á rauða dreglinum í Hollywood.



Fastakúnnar Marchesa í gegnum tíðina eru stjörnur á borð við Halle Berry, Blake Lively og Naomi Watts. Aðdáendur Marchesa eru að von ánægðir með Voygae línuna þar sem hún inniheldur flíkur sem henta við fleiri tækifæri.

„Við viljum að konur noti fötin okkar í vinnunni eða ferðalagið, þetta eru föt sem henta við öll tækifæri“, segir Chapman.

Kærasti Chapman, Harvey Weinstein sagði í viðtali við Style.com að hann væri spenntur fyrir nýju línunni, „Loksins fær hún að hanna föt sem hún notar sjálf flesta daga,“ sagði hann. Nýja fatalínan, Marchesa Voyage verður seld vestanhafs í stórveslunum eins Saks og Bloomingdales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.