Innlent

17-23 stiga hiti á næstu dögum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fólk á höfðuborgarsvæðinu er eflaust farið að hlakka til að skella sér í sund í sólinni.
Fólk á höfðuborgarsvæðinu er eflaust farið að hlakka til að skella sér í sund í sólinni. MYND/STEFÁN
„Sólin mun láta sjá sig um land allt næstu daga,“ sagði veðurfræðingurinn Siggi Stormur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 

„Við erum að lenda inni í mjög góðu veðri, hæg- og bjartviðri. Það gildir líka fyrir Suður- og Vesturland,“ segir Siggi sem býst við 17 – 23. stiga hita á næstu dögum. Hlýjast verður á miðvikudag.

„Þeir sem eru í fríi og eru að velta því fyrir sér hvert þeir vilja fara til að elta sólina ættu bara að vera þar sem þeir eru, næstu fjórir dagar verða góðir um land allt.“ segir Siggi jafnframt.

Aðspurður segist Siggi einnig búast við góðviðri um verslunarmannahelgina. „Það er þurrt og hægviðrasamt miðað við fyrstu reikninga. Þetta er alltaf ákveðin óvissa en ég leyfi mér að vera bjartsýnn, ætli það verði ekki þurrt í Vestmannaeyjum og hiti í kringum tólf stigin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×