„Vitum ekki hvað við eigum af fornleifum“ Svavar Hávarðsson skrifar 11. apríl 2013 12:00 Við bæinn Akbraut hafa friðlýstar minjar orðið illa úti í uppblæstri. Innan um grjótið liggja beinaleifar frá 13. öld. Mynd/Ragnheiður Minjastofnun Íslands (MÍ), eins og fyrri stjórnsýslustofnanir um minjavörslu, hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu sem gerir henni kleift að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Á sama tíma bíða verkefni í hundruða vís er varða minjavörslu og skráningu fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MÍ, áætlar að fjárveiting til stofnunarinnar fyrir árið 2013 sé innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. „Til að reka góða Minjastofnun veitir okkur ekkert af 150 milljónum til viðbótar [MÍ fær um 120 milljónir á fjárlögum 2013]. Það hefur alltaf verið þannig að við fáum minna fjármagn en nauðsynlegt er til að uppfylla lögbundnar skyldur okkar.“ Þau verkefni í minjavörslu sem sitja á hakanum vegna fjársveltis eru óteljandi, að sögn Kristínar. Fornleifaskráning er þar framarlega í röðinni. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir.“ Aðspurð um ástæður þess að minjaverndin hefur ekki borið meira úr býtum segir Kristín að lög um menningarminjar kveði á um að ríkið eigi að sjá um friðlýsta minjastaði og halda þeim við. „En þeir sem setjast niður og reikna kostnað á vegum ríkisins hafa ekki áttað sig á því hvert verksvið svona stofnunar er, og þeirra sem þar starfa. Það er mjög alvarlegt mál en ég trúi því að það standi til bóta. Það er ergilegt að vera í þessari stöðu þegar við gætum verið að vinna að fjölda spennandi verkefna um allt land; verkefnum sem verður að sinna og gætu byggt undir starfsemi eins og ferðaþjónustu,“ segir Kristín. Úttekt Minjastofnunar á friðlýstum fornleifum stendur yfir en eina aðgengilega skráin er yfir 20 ára gömul. MÍ er skylt að halda skrá yfir allar fornminjar á Íslandi. Áætlað hefur verið að á Íslandi séu þær á bilinu 150 til 200 þúsund og að fæstar hafi verið skráðar á vettvangi. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Minjastofnun Íslands (MÍ), eins og fyrri stjórnsýslustofnanir um minjavörslu, hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu sem gerir henni kleift að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Á sama tíma bíða verkefni í hundruða vís er varða minjavörslu og skráningu fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MÍ, áætlar að fjárveiting til stofnunarinnar fyrir árið 2013 sé innan við helmingur þess sem nauðsynlegt væri. „Til að reka góða Minjastofnun veitir okkur ekkert af 150 milljónum til viðbótar [MÍ fær um 120 milljónir á fjárlögum 2013]. Það hefur alltaf verið þannig að við fáum minna fjármagn en nauðsynlegt er til að uppfylla lögbundnar skyldur okkar.“ Þau verkefni í minjavörslu sem sitja á hakanum vegna fjársveltis eru óteljandi, að sögn Kristínar. Fornleifaskráning er þar framarlega í röðinni. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir.“ Aðspurð um ástæður þess að minjaverndin hefur ekki borið meira úr býtum segir Kristín að lög um menningarminjar kveði á um að ríkið eigi að sjá um friðlýsta minjastaði og halda þeim við. „En þeir sem setjast niður og reikna kostnað á vegum ríkisins hafa ekki áttað sig á því hvert verksvið svona stofnunar er, og þeirra sem þar starfa. Það er mjög alvarlegt mál en ég trúi því að það standi til bóta. Það er ergilegt að vera í þessari stöðu þegar við gætum verið að vinna að fjölda spennandi verkefna um allt land; verkefnum sem verður að sinna og gætu byggt undir starfsemi eins og ferðaþjónustu,“ segir Kristín. Úttekt Minjastofnunar á friðlýstum fornleifum stendur yfir en eina aðgengilega skráin er yfir 20 ára gömul. MÍ er skylt að halda skrá yfir allar fornminjar á Íslandi. Áætlað hefur verið að á Íslandi séu þær á bilinu 150 til 200 þúsund og að fæstar hafi verið skráðar á vettvangi.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira