Tímabundnar undanþágur "klárlega“ í ósamræmi við lög Stígur Helgason skrifar 23. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veitti undanþágurnar í sumar en ekki var tilkynnt um það nema í Stjórnartíðindum þar til á mánudag. „Þarna finnst mér ráðuneytið vera á mjög hálli braut,“ segir alþingismaðurinn Róbert Marshall um þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að veita 37 fyrirtækjum í opinberri eigu tímabundna undanþágu frá upplýsingalögum áður en Samkeppniseftirlitið veitir umsögn um undanþágurnar. Forsætisráðuneytið greindi frá þessum tímabundnu undanþágum, auk nokkurra sem eru til lengri tíma, á vef sínum á mánudag. Kveðið er á um það í upplýsingalögum að hægt sé að veita undanþágu að tillögu ráðuneyta og sveitarstjórna og að fenginni umsögn Samkeppniseftirlitsins, og lágu slíkar umsagnir fyrir í tilviki þeirra sex félaga sem fengu undanþágu fram í júlí 2016, en ekki hinna sem þó fengu undanþágu til áramóta. Upplýsingalögunum var gjörbreytt í fyrra með frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Eftir breytinguna kveða lögin meðal annars á um upplýsingaskyldu félaga í meirihlutaeigu hins opinbera, nema að veittri undanþágu. Róbert var framsögumaður frumvarpsins í þinginu. Róbert Marshall„Ég get ekki séð að þar sé neins staðar gert ráð fyrir svona undanþágu án þess að fá umsögn frá Samkeppniseftirlitinu,“ segir Róbert. Mér finnst að forsætisráðuneytið og forsætisráðherra verði að skýra það hvaða heimild er til þess í lögum að gera þetta með þessum hætti, því að það er klárlega ekki í samræmi við lögin.“ Róbert segir að töluvert hafi verið rætt um þetta ákvæði þegar frumvarpið var til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Og við töldum ljóst að það yrði að beita þessari reglu af mikilli varfærni.“ Svo virðist sem það hafi hins vegar ekki verið gert í þessu tilviki. „Ég er mjög hissa á þessu því að við í nefndinni gerðum miklar breytingar á lögunum frá hendi forsætisráðuneytisins, þaðan sem málið er ættað, þannig að það er mikil þekking þar innandyra á þessum lagabókstaf,“ bætir hann við.Páll Gunnar PálssonÍ skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki hafi reynst unnt að veita umsagnir fyrir 1. júlí þar sem beiðnirnar bárust of seint, auk þess sem gögn hafi í sumum tilvikum vantað. Spurður hvort hann telji tímabundnu undanþágurnar samræmast lögum segir Páll að það sé „ekki á valdsviði Samkeppniseftirlitsins að túlka valdheimildir ráðuneytisins að þessu leyti“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í gær. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Þarna finnst mér ráðuneytið vera á mjög hálli braut,“ segir alþingismaðurinn Róbert Marshall um þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að veita 37 fyrirtækjum í opinberri eigu tímabundna undanþágu frá upplýsingalögum áður en Samkeppniseftirlitið veitir umsögn um undanþágurnar. Forsætisráðuneytið greindi frá þessum tímabundnu undanþágum, auk nokkurra sem eru til lengri tíma, á vef sínum á mánudag. Kveðið er á um það í upplýsingalögum að hægt sé að veita undanþágu að tillögu ráðuneyta og sveitarstjórna og að fenginni umsögn Samkeppniseftirlitsins, og lágu slíkar umsagnir fyrir í tilviki þeirra sex félaga sem fengu undanþágu fram í júlí 2016, en ekki hinna sem þó fengu undanþágu til áramóta. Upplýsingalögunum var gjörbreytt í fyrra með frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Eftir breytinguna kveða lögin meðal annars á um upplýsingaskyldu félaga í meirihlutaeigu hins opinbera, nema að veittri undanþágu. Róbert var framsögumaður frumvarpsins í þinginu. Róbert Marshall„Ég get ekki séð að þar sé neins staðar gert ráð fyrir svona undanþágu án þess að fá umsögn frá Samkeppniseftirlitinu,“ segir Róbert. Mér finnst að forsætisráðuneytið og forsætisráðherra verði að skýra það hvaða heimild er til þess í lögum að gera þetta með þessum hætti, því að það er klárlega ekki í samræmi við lögin.“ Róbert segir að töluvert hafi verið rætt um þetta ákvæði þegar frumvarpið var til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Og við töldum ljóst að það yrði að beita þessari reglu af mikilli varfærni.“ Svo virðist sem það hafi hins vegar ekki verið gert í þessu tilviki. „Ég er mjög hissa á þessu því að við í nefndinni gerðum miklar breytingar á lögunum frá hendi forsætisráðuneytisins, þaðan sem málið er ættað, þannig að það er mikil þekking þar innandyra á þessum lagabókstaf,“ bætir hann við.Páll Gunnar PálssonÍ skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki hafi reynst unnt að veita umsagnir fyrir 1. júlí þar sem beiðnirnar bárust of seint, auk þess sem gögn hafi í sumum tilvikum vantað. Spurður hvort hann telji tímabundnu undanþágurnar samræmast lögum segir Páll að það sé „ekki á valdsviði Samkeppniseftirlitsins að túlka valdheimildir ráðuneytisins að þessu leyti“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í gær.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira