Innlent

Fimm fengu gistingu á Hverfisgötu að eigin ósk

Fimm af þeim sex, sem gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, bönkuðu þar upp á og óskuðu eftir gistingu, þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að vernda. Yfir fullt var í gistiheimilinu við Þingholtsstræti og hafði þeim verið vísað þar frá. Reykjavíkurborg hyggst bæta úr þessu ástandi með því að innrétta húsnæði við Lindargötu til að hýsa húsnæðislausa og er nú verið að kynna nágrönnum þau áform.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×