Íslenskur vikur á leið til Mars? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 19:55 Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira