Íslenskur vikur á leið til Mars? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 19:55 Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira