„Þótt þú eigir myndavél, ertu ekki ljósmyndari“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. október 2013 18:45 Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira