„Þótt þú eigir myndavél, ertu ekki ljósmyndari“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. október 2013 18:45 Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira