„Þótt þú eigir myndavél, ertu ekki ljósmyndari“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. október 2013 18:45 Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira