„Þótt þú eigir myndavél, ertu ekki ljósmyndari“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. október 2013 18:45 Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er ljósmyndun iðngrein og er starfsheitið lögverndað sem slíkt. Áhugaljósmyndarar óskuðu eftir því að ráðuneytið tæki þetta til endurskoðunar og samkvæmt upplýsingum þaðan er nú framundan samráð við hagsmunaaðila. Búist er við niðurstöðu fyrir áramótin. Nemendur Ljósmyndaskólans fá ekki réttindi til að starfa sem ljósmyndarar eftir að námi þeirra lýkur. Leifur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóriskólans, segir ljósmyndun ekki vera iðngrein, heldur skapandi grein og fagnar hugsanlegu afnámi lögverndunar hennar sem iðnar. „En að sama skapi leggjum við mikla áherslu á að til þess að auka veg og virðingu ljósmyndunar á Íslandi þá þarf að vera til gott nám og það er það sem við teljum okkur leggja til hér,“ segir Leifur. Nemendur skólans segja lögverndunina tímaskekkju. Þeir hyggjast flestir leggja stund á listsköpun frekar en til dæmis auglýsingaljósmyndun eða portretttökur á ljósmyndastofum. „En ef fólk hefur áhuga á að starfa við fagið á þessum nótum á það að sjálfsögðu að hafa frelsi til þess. Þetta er bara álíka og ef tónlistarmaður þyrfti að þreyta sveinspróf í tónlist til að geta stundað tónlist. Þetta er mjög sambærilegt,“ segir Aron Reynisson, formaður nemendafélags Ljósmyndaskólans.Hverju myndi það breyta fyrir ykkur ef þetta yrði ekki lengur lögverndað starfsheiti? „Þá ættum við ekki á hættu að verða lögsótt ef við opnuðum ljósmyndastofur,“ segir Anna Ingimarsdóttir, nemandi við skólann. Ljósmyndarafélag Íslands ætlar að mótmæla breytingunni en formaður þess, Lárus Karl Ingason, segir ástæðuna ekki vera ótta við samkeppni. „Þessi lögverndun var sett á 1930 og það var ekki til að passa að þeir sem væru að vinna í iðninni hefðu nóg að gera, heldur snerist þetta um neytendavernd, fyrst og fremst,“ segir Lárus. Hann vill ekki að fólk stundi greinina sem ekki kann til verka. „Þótt þú eigir myndavél ertu ekki ljósmyndari. Samanber ef þú átt fiðlu þá ertu ekki fiðlusnillingur, heldur bara eigandi fiðlu og þetta er svipað með ljósmyndun. Það geta ekki allir tekið myndir þótt þeir eigi myndavélar,“ segir Lárus.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira