Innlent

Sögufrægt hús komið í gagnið

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hjalti Þór Grettisson býr sig undir kokkaríið í Hellubíói.
Hjalti Þór Grettisson býr sig undir kokkaríið í Hellubíói.
Þann 13. ágúst opnaði veitingastaður í Hellubíói, húsi sem hefur lengi mátt muna sinn fífil fegurri. Það fór illa í jarðskjálftanum árið 2000 og kom þá til tals að rífa það.

„Það er tilbúð nema við erum ekki farin að nota stóra salinn enn,“ segir Hjalti Þór Grettisson, félagi í Kalos sem rekur veitingastaðinn sem heitir einfaldlega Hellubíó.

„En það er veisla í honum eftir rúma viku svo hann er að komast í gagnið,“ bætir hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×