Leitar hálfbróður síns á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 15:32 Jessica Decap biður Íslendinga um hjálp við að finna hálfbróður sinn Mynd/Jessica Decap Jessica Decap er 35 ára frönsk kona sem leitar að íslenskum hálfbróður sínum. Þegar Jessica var 15 ára fékk hún að vita hjá föður sínum að hún ætti hálfbróður á Íslandi. Fyrir utan þetta eina skipti hefur tilvera bróður hennar ekki verið rædd á heimilinu. „Nú tuttugu árum síðar fékk ég sterka tilfinningu fyrir að ég ætti að leita hans og finna hann. Nú vantar mig hjálp frá Íslendingum því ég hef ekki miklar upplýsingar í höndunum,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu Vísis. Pabbi Jessicu dvaldi á Íslandi 1968 þegar hann vann fyrir rafmagnsveituna við uppsetningu á rafmagnsstaurum. Hann hitti íslenska konu, sem Jessica heldur að heiti Gugga, sem vann á Póstinum í Reykjavík. Seinna um árið eftir að Jean-Claude var farinn aftur til síns heima fékk hann skeyti frá konunni um fæðingu sonar síns en hann gekkst aldrei við honum. „Það er að mínu frumkvæði sem ég leita bróður míns enda er pabbi mjög lokaður maður. Pabbi er sjötugur og ég veit að innst inni langar hann mikið að hitta þennan son sinn,“ segir Jessica. Það eina sem Jessica veit um bróður sinn er það sem stóð í skeytinu sem faðir hennar fékk sent fyrir 45 árum. „Þar stendur að sonurinn sé langur eins og hann. Faðir minn er mjög hávaxinn, rúmlega 190 cm á hæð.“ Jessica yrði afar þakklát fyrir upplýsingar um bróður sinn eða konuna sem hún kallar Guggu. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að tölvupósti á netfangið jessica.decap@hotmail.fr. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Jessica Decap er 35 ára frönsk kona sem leitar að íslenskum hálfbróður sínum. Þegar Jessica var 15 ára fékk hún að vita hjá föður sínum að hún ætti hálfbróður á Íslandi. Fyrir utan þetta eina skipti hefur tilvera bróður hennar ekki verið rædd á heimilinu. „Nú tuttugu árum síðar fékk ég sterka tilfinningu fyrir að ég ætti að leita hans og finna hann. Nú vantar mig hjálp frá Íslendingum því ég hef ekki miklar upplýsingar í höndunum,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu Vísis. Pabbi Jessicu dvaldi á Íslandi 1968 þegar hann vann fyrir rafmagnsveituna við uppsetningu á rafmagnsstaurum. Hann hitti íslenska konu, sem Jessica heldur að heiti Gugga, sem vann á Póstinum í Reykjavík. Seinna um árið eftir að Jean-Claude var farinn aftur til síns heima fékk hann skeyti frá konunni um fæðingu sonar síns en hann gekkst aldrei við honum. „Það er að mínu frumkvæði sem ég leita bróður míns enda er pabbi mjög lokaður maður. Pabbi er sjötugur og ég veit að innst inni langar hann mikið að hitta þennan son sinn,“ segir Jessica. Það eina sem Jessica veit um bróður sinn er það sem stóð í skeytinu sem faðir hennar fékk sent fyrir 45 árum. „Þar stendur að sonurinn sé langur eins og hann. Faðir minn er mjög hávaxinn, rúmlega 190 cm á hæð.“ Jessica yrði afar þakklát fyrir upplýsingar um bróður sinn eða konuna sem hún kallar Guggu. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að tölvupósti á netfangið jessica.decap@hotmail.fr.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira