Söfnuðu 6,5 milljónum fyrir sirkustjaldi Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. september 2013 00:01 Hægt verður að sjá íslenskan sirkus næsta sumar. Myndir/Sirkus Ísland. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hófst með samstilltu átaki,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack, meðlimur Sirkus Íslands. Hópurinn hefur undanfarin misseri staðið fyrir söfnun til kaupa á sirkustjaldi og náði í kvöld takmarki sínu. Alls hafa safnast um 40 þúsund evrur, eða 6,5 milljónir króna sem verður varið til kaupa á glæsilegu sirkustjaldi. Það verður því íslenskur sirkus næsta sumar á Íslandi. Söfnunin fór fram hjá Karolina Fund. „Við stofnuðum sirkusinn fyrir sex árum og höfum aðallega verið að sýna aðallega í leikhúsum sem hentar ekkert sérstaklega vel fyrir sirkus. Við vorum með tárin í augunum þegar við vorum að pakka niður eftir sirkussýningarnar í Vatnsmýrinni í sumar. Við ákváðum að ráðast í söfnun og að við höfum náð þessum áfanga er algjör draumur,“ segir Margrét.„Það er allt annað að sýna sirkus í alvöru tjaldi þar sem er setið allan hringinn. Það er allt önnur upplifun en að sjá þetta á hefðbundnu sviði. Þetta er stór áfangi fyrir okkur og það verður mikið ævintýri að fara með sirkusinn um allt land næsta sumar.“ Allir þeir sem hétu 15 evrum eða meira í verkefnið fá miða á sýningu sirkusins næsta sumar. Það eru því fjölmargir nú þegar búnir að kaupa miðann sinn á sýningar Sirkus Íslands næsta sumar. Meðlimir Sirkus Íslands eru um 30 talsins og ætluðu nokkrir þeirra að koma saman í kvöld til að fagna þessum tímamótum. Sirkus Íslands áformar að fara víða um land næsta sumar. Samhliða sýningum verða haldin námskeið þar sem ungir sem aldnir geta fengið tækifæri til að læra og spreyta sig í sirkus. Sirkus Íslands from Lee Nelson on Vimeo. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hófst með samstilltu átaki,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack, meðlimur Sirkus Íslands. Hópurinn hefur undanfarin misseri staðið fyrir söfnun til kaupa á sirkustjaldi og náði í kvöld takmarki sínu. Alls hafa safnast um 40 þúsund evrur, eða 6,5 milljónir króna sem verður varið til kaupa á glæsilegu sirkustjaldi. Það verður því íslenskur sirkus næsta sumar á Íslandi. Söfnunin fór fram hjá Karolina Fund. „Við stofnuðum sirkusinn fyrir sex árum og höfum aðallega verið að sýna aðallega í leikhúsum sem hentar ekkert sérstaklega vel fyrir sirkus. Við vorum með tárin í augunum þegar við vorum að pakka niður eftir sirkussýningarnar í Vatnsmýrinni í sumar. Við ákváðum að ráðast í söfnun og að við höfum náð þessum áfanga er algjör draumur,“ segir Margrét.„Það er allt annað að sýna sirkus í alvöru tjaldi þar sem er setið allan hringinn. Það er allt önnur upplifun en að sjá þetta á hefðbundnu sviði. Þetta er stór áfangi fyrir okkur og það verður mikið ævintýri að fara með sirkusinn um allt land næsta sumar.“ Allir þeir sem hétu 15 evrum eða meira í verkefnið fá miða á sýningu sirkusins næsta sumar. Það eru því fjölmargir nú þegar búnir að kaupa miðann sinn á sýningar Sirkus Íslands næsta sumar. Meðlimir Sirkus Íslands eru um 30 talsins og ætluðu nokkrir þeirra að koma saman í kvöld til að fagna þessum tímamótum. Sirkus Íslands áformar að fara víða um land næsta sumar. Samhliða sýningum verða haldin námskeið þar sem ungir sem aldnir geta fengið tækifæri til að læra og spreyta sig í sirkus. Sirkus Íslands from Lee Nelson on Vimeo.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira