Hanna vörur úr hreindýraleðri og hreindýrahornum Sara McMahon skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Sigrún Halla Unnarsdóttir og Agla Stefánsdóttir skipa hönnunarþríeykið IIIF ásamt Thibaut Allgayer, sem er á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm „Línan er búin til úr hreindýraleðri og hreindýrahornum,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, sem skipar hönnunarþríeykið IIIF ásamt Öglu Stefánsdóttur, fatahönnuði, og Thibaut Allgayer, vöruhönnuði. Fyrsta hönnunarlína IIIF verður frumsýnd í húsi Alliance Francaise við Tryggvagötu í dag. Þremenningarnir kynntust fyrst er þau voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding, uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköpunarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og handverksfólk úr Fljótsdalshéraði. „Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári síðan og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla.Brynja Guðmundsdóttir hjá Eskimo sýnir tösku frá IIIF. Erna Hrund Hermannsdóttir sá um förðun.Mynd/Magnús Andersen.Líkt og áður hefur komið fram eru vörurnar framleiddar úr hreindýraafurðum og að sögn Sigrúnar Höllu er ekki hlaupið að því að verða sér úti um slíkt. „Það má bara skjóta visst mörg dýr á ári. Hvað hornin varðar, þá er best að nota horn sem dýrin hafa fellt því í þeim er betri efniviður,“ segir hún. „Ég fór í fimm daga göngu um hálendið í sumar og fann þá risavaxin horn sem ég kippti með mér. Eftir að hafa rogast með þau á bakinu í rúma klukkustun gafst ég upp. Sem betur fer fann ég önnur minni í sömu ferð sem ég gat borið til byggða,“ segir hún hlæjandi. Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og í Epal og stendur sýningin frá 18 til 22.Kynntust í námi * Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivistamerkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA skólans. * Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust. * Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Línan er búin til úr hreindýraleðri og hreindýrahornum,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, sem skipar hönnunarþríeykið IIIF ásamt Öglu Stefánsdóttur, fatahönnuði, og Thibaut Allgayer, vöruhönnuði. Fyrsta hönnunarlína IIIF verður frumsýnd í húsi Alliance Francaise við Tryggvagötu í dag. Þremenningarnir kynntust fyrst er þau voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding, uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköpunarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og handverksfólk úr Fljótsdalshéraði. „Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári síðan og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla.Brynja Guðmundsdóttir hjá Eskimo sýnir tösku frá IIIF. Erna Hrund Hermannsdóttir sá um förðun.Mynd/Magnús Andersen.Líkt og áður hefur komið fram eru vörurnar framleiddar úr hreindýraafurðum og að sögn Sigrúnar Höllu er ekki hlaupið að því að verða sér úti um slíkt. „Það má bara skjóta visst mörg dýr á ári. Hvað hornin varðar, þá er best að nota horn sem dýrin hafa fellt því í þeim er betri efniviður,“ segir hún. „Ég fór í fimm daga göngu um hálendið í sumar og fann þá risavaxin horn sem ég kippti með mér. Eftir að hafa rogast með þau á bakinu í rúma klukkustun gafst ég upp. Sem betur fer fann ég önnur minni í sömu ferð sem ég gat borið til byggða,“ segir hún hlæjandi. Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og í Epal og stendur sýningin frá 18 til 22.Kynntust í námi * Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivistamerkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA skólans. * Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust. * Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira