Alþjóðadagur gegn hómó – og transfóbíu er í dag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2013 16:48 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, og Katrín Jakobsdóttir flögguðu regnbogaflaggi við Hörpu í dag. MYND/Samtökin 78 Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira