Innlent

Kæra Dróma vegna yfirdrifinna dráttarvaxta

Heimir Már Pétursson skrifar
Sævar Þór Jónsson lögmaður fer með málið fyrir hönd þriggja barna móður.
Sævar Þór Jónsson lögmaður fer með málið fyrir hönd þriggja barna móður.
Hópurinn Samstaða gegn Dróma afhendir Sérstökum saksóknara kæru klukkan ellefu í dag vegna yfirdrifinna dráttarvaxta sem Drómi lagði á lán konu sem er í greiðsluskjóli og má því ekki ganga að.

Sævar Þór Jónsson lögfræðingur konunnar segir að Drómi hafi framið auðgunarbrot með álagningu 18 milljón króna dráttarvaxta á lán á meðan konan var og er í greiðsluskjóli. Konan tók lánið hjá Frjálsa á sínum tíma. Áður en það var leiðrétt í samræmi við dóma um gengistryggð lán stóð lánið í 41 milljón, en nú er höfuðstóllinn 24 milljónir.

"Umbjóðandi minn getur ekki undir neinum kringumstæðum greitt af sínum skuldum vegna þess að hún er í greiðsluskjóli og það eru lög sem gilda um hvað skuli gera í slíkum kringumstæðum. Drómi hefur núna eina ferðina enn gengið ansi langt gagnvart skuldurum og krefur umbjóðanda minn um 18,5 milljónir króna í dráttarvexti að stórum hluta vegna tímabils sem hún er í greiðsluskjóli og má ekki borga af skuldbindingum sínum," segir Sævar Þór.

Lánið standi því eftir auðgunarbrot Dróma í  42,5 milljónum, sem sé nánast sama upphæðin og höfuðstóll lánsins var fyrir gengisleiðréttingu. Sævar Þór segir að hér sé um auðgunarbrot að ræða að hálfu Dróma og hann viti af öðrum svipuðum málum gagnvart fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×