Sumarbústaðaferð getur af sér annað dómsmál Stígur Helgason skrifar 19. október 2013 07:00 Stefán var yfirmaður öryggisviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Valli Stefán Thordersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia, hefur stefnt félaginu fyrir dóm vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna króna í bætur. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konunni í vil í febrúar 2011, sagði að konan hefði tvímælalaust upplifað kynferðislega áreitni af hálfu Stefáns og að Isavia hafi borið að bregðast við. Henni voru dæmdar 1,8 milljónir í bætur vegna málsins. Stefán átti enga aðild að dómsmálinu, fékk ekki að koma sjónarmiðum sínum þar á framfæri og var aldrei ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Eftir að dómurinn komst í hámæli var honum engu að síður sagt upp störfum hjá Isavia.Stefán ThordersenÁri síðar komst Hæstiréttur svo að annarri niðurstöðu en héraðsdómur; Isavia var sýknað af kröfu konunnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að viðbrögð konunnar hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins, hún hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eins og hún er skilgreind í lögum og hún hafi ekki verið beitt óréttlæti með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. Hæstiréttur sagði að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega krefst hann þess að það verði viðurkennt með dómi að hann hafi í starfi sínu notið réttarstöðu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt á þessum tíma hafi Isavia verið orðið opinbert hlutafélag, og því hafi ekki verið heimilt að víkja honum úr starfi án þess að áminna hann fyrst. Verði þetta viðurkennt telur hann að í uppsögninni hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og krefst tveggja milljóna króna í miskabætur. Isavia hefur hafnað kröfunni á þeim grundvelli að Stefán hafi alls ekki verið opinber starfsmaður, enda hafi hann gert nýjan ráðningarsamning eftir að Isavia varð opinbert hlutafélag. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Stefán Thordersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia, hefur stefnt félaginu fyrir dóm vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna króna í bætur. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konunni í vil í febrúar 2011, sagði að konan hefði tvímælalaust upplifað kynferðislega áreitni af hálfu Stefáns og að Isavia hafi borið að bregðast við. Henni voru dæmdar 1,8 milljónir í bætur vegna málsins. Stefán átti enga aðild að dómsmálinu, fékk ekki að koma sjónarmiðum sínum þar á framfæri og var aldrei ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Eftir að dómurinn komst í hámæli var honum engu að síður sagt upp störfum hjá Isavia.Stefán ThordersenÁri síðar komst Hæstiréttur svo að annarri niðurstöðu en héraðsdómur; Isavia var sýknað af kröfu konunnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að viðbrögð konunnar hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins, hún hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eins og hún er skilgreind í lögum og hún hafi ekki verið beitt óréttlæti með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. Hæstiréttur sagði að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega krefst hann þess að það verði viðurkennt með dómi að hann hafi í starfi sínu notið réttarstöðu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt á þessum tíma hafi Isavia verið orðið opinbert hlutafélag, og því hafi ekki verið heimilt að víkja honum úr starfi án þess að áminna hann fyrst. Verði þetta viðurkennt telur hann að í uppsögninni hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og krefst tveggja milljóna króna í miskabætur. Isavia hefur hafnað kröfunni á þeim grundvelli að Stefán hafi alls ekki verið opinber starfsmaður, enda hafi hann gert nýjan ráðningarsamning eftir að Isavia varð opinbert hlutafélag.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira