Sumarbústaðaferð getur af sér annað dómsmál Stígur Helgason skrifar 19. október 2013 07:00 Stefán var yfirmaður öryggisviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Valli Stefán Thordersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia, hefur stefnt félaginu fyrir dóm vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna króna í bætur. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konunni í vil í febrúar 2011, sagði að konan hefði tvímælalaust upplifað kynferðislega áreitni af hálfu Stefáns og að Isavia hafi borið að bregðast við. Henni voru dæmdar 1,8 milljónir í bætur vegna málsins. Stefán átti enga aðild að dómsmálinu, fékk ekki að koma sjónarmiðum sínum þar á framfæri og var aldrei ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Eftir að dómurinn komst í hámæli var honum engu að síður sagt upp störfum hjá Isavia.Stefán ThordersenÁri síðar komst Hæstiréttur svo að annarri niðurstöðu en héraðsdómur; Isavia var sýknað af kröfu konunnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að viðbrögð konunnar hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins, hún hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eins og hún er skilgreind í lögum og hún hafi ekki verið beitt óréttlæti með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. Hæstiréttur sagði að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega krefst hann þess að það verði viðurkennt með dómi að hann hafi í starfi sínu notið réttarstöðu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt á þessum tíma hafi Isavia verið orðið opinbert hlutafélag, og því hafi ekki verið heimilt að víkja honum úr starfi án þess að áminna hann fyrst. Verði þetta viðurkennt telur hann að í uppsögninni hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og krefst tveggja milljóna króna í miskabætur. Isavia hefur hafnað kröfunni á þeim grundvelli að Stefán hafi alls ekki verið opinber starfsmaður, enda hafi hann gert nýjan ráðningarsamning eftir að Isavia varð opinbert hlutafélag. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stefán Thordersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia, hefur stefnt félaginu fyrir dóm vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna króna í bætur. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konunni í vil í febrúar 2011, sagði að konan hefði tvímælalaust upplifað kynferðislega áreitni af hálfu Stefáns og að Isavia hafi borið að bregðast við. Henni voru dæmdar 1,8 milljónir í bætur vegna málsins. Stefán átti enga aðild að dómsmálinu, fékk ekki að koma sjónarmiðum sínum þar á framfæri og var aldrei ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Eftir að dómurinn komst í hámæli var honum engu að síður sagt upp störfum hjá Isavia.Stefán ThordersenÁri síðar komst Hæstiréttur svo að annarri niðurstöðu en héraðsdómur; Isavia var sýknað af kröfu konunnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að viðbrögð konunnar hefðu ekki verið í samræmi við alvarleika málsins, hún hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eins og hún er skilgreind í lögum og hún hafi ekki verið beitt óréttlæti með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. Hæstiréttur sagði að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega krefst hann þess að það verði viðurkennt með dómi að hann hafi í starfi sínu notið réttarstöðu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt á þessum tíma hafi Isavia verið orðið opinbert hlutafélag, og því hafi ekki verið heimilt að víkja honum úr starfi án þess að áminna hann fyrst. Verði þetta viðurkennt telur hann að í uppsögninni hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og krefst tveggja milljóna króna í miskabætur. Isavia hefur hafnað kröfunni á þeim grundvelli að Stefán hafi alls ekki verið opinber starfsmaður, enda hafi hann gert nýjan ráðningarsamning eftir að Isavia varð opinbert hlutafélag.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira