Blendin viðbrögð við tilfærslu frídaga Jóhanna Margét Einarsdóttir skrifar 19. október 2013 07:00 Kirkjunnar þjónar leggjast alfarið á móti því að uppstigningardagur verði afnuminn sem almennur frídagur. Uppstigningardagur sé messudagur í flestum kirkjum landsins. „Öll trúfélög gera ráð fyrir að fólk eigi frídaga, ekki einungis til að lofa guð heldur til hvíldar. Þess vegna tel ég að það væri nær að fjölga frídögum frekar en færa þá til,“ segir Þorvaldur Víðisson biskupsritari um frídagafrumvarp Bjartrar framtíðar sem nú liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt því verður gefið frí á föstudegi eftir uppstigningardag og sumardaginn fyrsta. Beri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á frídag á að gefa aukafrídag næsta virka dag á eftir. Loks er kveðið á um það í frumvarpinu að 1. maí verði haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí. Þjóðkirkjan leggst alfarið gegn því að afnema uppstigningardag sem almennan frídag. Kirkjan segir að hann sé messudagur í flestum kirkjum landsins. Þjóðkirkjan vilji stuðla að því að þeir sem kjósi eigi þess kost að sækja kirkju á helgum og hátíðum og rækta trú sína og samfélag. Þær eru fleiri efasemdaraddirnar. Halldór Grönvold, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ, segir að tilfærsla á frídögum hafi ekki verið til umfjöllunar innan ASÍ nokkuð lengi. „Við vitum þó að það eru ólík sjónarmið meðal aðildarfélaga okkar og félagsmanna varðandi tilflutning á frídögum,“ segir Halldór. Hann bendir á að margir hafi þann sið að vinna af sér föstudaginn eða taka hann sem orlofsdag og fá þannig langa og góða helgi. Hann segir það þó jákvætt ef fólk fengi frí þegar rauðir dagar falla á helgar. Halldór segir að það sé ekki Alþingis að taka ákvörðun um breytingar á frídögum án samráðs við launþegahreyfingarnar í landinu. Hann segir að samninganefnd Alþýðusambandsins komi saman á næstunni og þar verði mótuð samræmd stefna varðandi þetta mál. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Vísi að engin forsenda væri fyrir því að fjölga frídögum á Íslandi. Hann segir SA hlynnt því að færa frídaga í miðri viku upp að helgum, slíkt auki framleiðni í þjóðfélaginu. Framleiðslustopp í miðri viku hafi gríðarlegt óhagræði í för með sér fyrir framleiðslufyrirtækin. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Öll trúfélög gera ráð fyrir að fólk eigi frídaga, ekki einungis til að lofa guð heldur til hvíldar. Þess vegna tel ég að það væri nær að fjölga frídögum frekar en færa þá til,“ segir Þorvaldur Víðisson biskupsritari um frídagafrumvarp Bjartrar framtíðar sem nú liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt því verður gefið frí á föstudegi eftir uppstigningardag og sumardaginn fyrsta. Beri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á frídag á að gefa aukafrídag næsta virka dag á eftir. Loks er kveðið á um það í frumvarpinu að 1. maí verði haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí. Þjóðkirkjan leggst alfarið gegn því að afnema uppstigningardag sem almennan frídag. Kirkjan segir að hann sé messudagur í flestum kirkjum landsins. Þjóðkirkjan vilji stuðla að því að þeir sem kjósi eigi þess kost að sækja kirkju á helgum og hátíðum og rækta trú sína og samfélag. Þær eru fleiri efasemdaraddirnar. Halldór Grönvold, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ, segir að tilfærsla á frídögum hafi ekki verið til umfjöllunar innan ASÍ nokkuð lengi. „Við vitum þó að það eru ólík sjónarmið meðal aðildarfélaga okkar og félagsmanna varðandi tilflutning á frídögum,“ segir Halldór. Hann bendir á að margir hafi þann sið að vinna af sér föstudaginn eða taka hann sem orlofsdag og fá þannig langa og góða helgi. Hann segir það þó jákvætt ef fólk fengi frí þegar rauðir dagar falla á helgar. Halldór segir að það sé ekki Alþingis að taka ákvörðun um breytingar á frídögum án samráðs við launþegahreyfingarnar í landinu. Hann segir að samninganefnd Alþýðusambandsins komi saman á næstunni og þar verði mótuð samræmd stefna varðandi þetta mál. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Vísi að engin forsenda væri fyrir því að fjölga frídögum á Íslandi. Hann segir SA hlynnt því að færa frídaga í miðri viku upp að helgum, slíkt auki framleiðni í þjóðfélaginu. Framleiðslustopp í miðri viku hafi gríðarlegt óhagræði í för með sér fyrir framleiðslufyrirtækin.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira