Stuðningsmenn WikiLeaks tífalt fleiri en íslenska þjóðin Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 13:25 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður WikiLeaks og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor. Mynd/365 Lögmenn WikiLeaks og Valitor deila nú um það hversu háar skaðabætur greiðslukortafyrirtækið eigi að greiða uppljóstrunarsíðunni, eftir að greiðslugátt til hennar var lokað í tæp tvö ár. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum á næstu vikum. Það er íslenska fyrirtækið Sunshine Press Productions, sem rekur WikiLeaks og DataCell, sem krefur Valitor um níu milljarða í skaðabætur eftir að greiðslugátt til WikiLeaks var lokað í tæplega tvö ár. Í apríl komst Hæstiréttur að því að Valitor hafi verið óheimilt að loka fyrir greiðslur til uppljóstrunarsíðunnar. Greiðslugáttin var opnuð á ný en WikiLeaks og DataCell telja sig hafa orðið fyrir miklu tjóni á þessum tíma. Nú deila menn um það hversu mikið tjónið er. WikiLeaks og DataCell segjast hafa fengið ráðgjafafyrirtæki til að meta tjónið, sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé á bilinu 1,5 til 8,8 milljarðar króna. Valitor segjast hinsvegar ekki skulda þeim neitt. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður WikiLeaks, segir að greiðslugáttin hafi verið opin í 7 klukkustundir áður en henni hafi verið lokað. „Út frá þessum tölum, þá áætla menn hvað hefði mátt ætla að há prósenta af fylgjendum þessarar uppljóstrunarsíðu WikiLeaks, hefðu komið til með að styrkja samtökin," segir hann. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir að fyrirtækið fallist ekki á þessa reikninga ráðgjafafyrirtækisins. „Það framreiknaði þær fjárhæði sem hugsanlega hefði getað safnaðst, hefði verið opið fyrir þetta í 671 í dag eða þann tíma sem greiðslugáttin var lokuð. Það sem safnaðist á þessum klukkustundum, sem var opið áður en það var lokað, það er framreiknað og „skalað“ upp á þennan 671 dag. Bara eins og það hefði átt að safnast nánast á hverri klukkustund jafnmikið og að meðaltali safnaðist þessarar klukkustundir sem að var opið," segir Sigurður G. Bendir Sigurður einnig á að fyrirtækið Sunshine Press Productions hafi skilað inn einu ársreikningi, og það var fyrir árið 2010. Engir ársreikningar séu til fyrir árin 2011, 2012 og 2013. Því sé ekki hægt að segja til um það hvert tjónið er, eða þá hvort það sé nokkuð. Sveinn Andri segir að málið verði tekið fyrir hjá dómstólum á næstu misserum. „Mönnum kann að þykja þessar tölur háar, þær eru vissulega háar í hinu íslenska samhengi. En þarna er verið að ræða um alþjóðleg samtök þar sem stuðningsmenn þessarar samtaka eru tífallt fleiri en íslenska þjóðin.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögmenn WikiLeaks og Valitor deila nú um það hversu háar skaðabætur greiðslukortafyrirtækið eigi að greiða uppljóstrunarsíðunni, eftir að greiðslugátt til hennar var lokað í tæp tvö ár. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum á næstu vikum. Það er íslenska fyrirtækið Sunshine Press Productions, sem rekur WikiLeaks og DataCell, sem krefur Valitor um níu milljarða í skaðabætur eftir að greiðslugátt til WikiLeaks var lokað í tæplega tvö ár. Í apríl komst Hæstiréttur að því að Valitor hafi verið óheimilt að loka fyrir greiðslur til uppljóstrunarsíðunnar. Greiðslugáttin var opnuð á ný en WikiLeaks og DataCell telja sig hafa orðið fyrir miklu tjóni á þessum tíma. Nú deila menn um það hversu mikið tjónið er. WikiLeaks og DataCell segjast hafa fengið ráðgjafafyrirtæki til að meta tjónið, sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé á bilinu 1,5 til 8,8 milljarðar króna. Valitor segjast hinsvegar ekki skulda þeim neitt. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður WikiLeaks, segir að greiðslugáttin hafi verið opin í 7 klukkustundir áður en henni hafi verið lokað. „Út frá þessum tölum, þá áætla menn hvað hefði mátt ætla að há prósenta af fylgjendum þessarar uppljóstrunarsíðu WikiLeaks, hefðu komið til með að styrkja samtökin," segir hann. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir að fyrirtækið fallist ekki á þessa reikninga ráðgjafafyrirtækisins. „Það framreiknaði þær fjárhæði sem hugsanlega hefði getað safnaðst, hefði verið opið fyrir þetta í 671 í dag eða þann tíma sem greiðslugáttin var lokuð. Það sem safnaðist á þessum klukkustundum, sem var opið áður en það var lokað, það er framreiknað og „skalað“ upp á þennan 671 dag. Bara eins og það hefði átt að safnast nánast á hverri klukkustund jafnmikið og að meðaltali safnaðist þessarar klukkustundir sem að var opið," segir Sigurður G. Bendir Sigurður einnig á að fyrirtækið Sunshine Press Productions hafi skilað inn einu ársreikningi, og það var fyrir árið 2010. Engir ársreikningar séu til fyrir árin 2011, 2012 og 2013. Því sé ekki hægt að segja til um það hvert tjónið er, eða þá hvort það sé nokkuð. Sveinn Andri segir að málið verði tekið fyrir hjá dómstólum á næstu misserum. „Mönnum kann að þykja þessar tölur háar, þær eru vissulega háar í hinu íslenska samhengi. En þarna er verið að ræða um alþjóðleg samtök þar sem stuðningsmenn þessarar samtaka eru tífallt fleiri en íslenska þjóðin.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira