Tekur þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. febrúar 2013 09:30 Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira