Skuldsettar yfirtökur til kasta Hæstaréttar Stígur Helgason skrifar 19. september 2013 07:00 Deilan um söluna á Vinnulyftum er nú komin fyrir Hæstarétt. Þar verður tekist á um ýmis álitamál, meðal annars skuldsettar yfirtökur. Tekist verður á um það fyrir Hæstarétti í næsta mánuði hvort skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni séu lögleg eða ekki. Það er hluti af málatilbúnaði atvinnurekandans fyrrverandi Eyvindar Jóhannessonar í máli hans gegn endurskoðunarskrifstofunni KPMG að svo sé ekki. Hæstiréttur hefur ákveðið að fimm dómarar skuli dæma málið. Í lögum um Hæstarétt segir að þrír dómarar geti skipað dóm í einkamáli „ef úrslit þess varða ekki mikilvæga hagsmuni“. Það hefur verið gert í miklum meirihluta einkamála undanfarin misseri. Í málinu sem um ræðir krefur Eyvindur Jóhannesson, ríflega sextugur fyrrverandi eigandi fyrirtækisins Vinnulyfta, KPMG um 213 milljónir – um 300 milljónir með dráttarvöxtum – vegna aðildar fyrirtækisins að sölu Vinnulyfta árið 2007. Eyvindur sakar KPMG um óheilindi og að hafa snuðað sig um féð þegar endurskoðunarskrifstofan hafði milligöngu um kaup annarra á fyrirtækinu. Fulltrúar KPMG höfðu samband við Eyvind og sögðust vera með áhugasama kaupendur að fyrirtækinu. Sá kaupandi var fyrirtækið FS21 ehf., skúffufyrirtæki stofnað af og í eigu KPMG. Síðar kom í ljós að á meðal þeirra einstaklinga sem áttu eftir að eignast FS21 var einn af lykilstjórnendum Vinnulyfta. „Stefnandi telur að stefndu hafi á öllum stigum kaupferlisins bakað sér bótaskyldu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar, þar sem KPMG og endurskoðendur þar voru sýknuð af kröfunum. „Þá hafi stefndu leynt stefnanda mikilsverðum upplýsingum, unnið með lykilstarfsmönnum stefnanda á bak við hann, verið ófaglegir og óvandvirkir, virt að vettugi ákvæði laga og þá sérstaklega einkahlutafélagalaga og beinlínis unnið gegn hagsmunum hans eftir undirritun kaupsamnings,“ segir þar enn fremur. KPMG hafi „nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart honum og vitað að hann treysti leiðsögn þeirra við hagsmunagæslu fyrir sína hönd“. Eyvindur telur að KPMG hafi haft hlutverk löggilts fasteigna- og fyrirtækjasala í viðskiptunum og hafi því borið að gæta hagsmuna hans til jafns á við kaupandann. Þessu mótmæltu KPMG-menn – þeir hefðu eingöngu unnið fyrir kaupandann. Niðurstaða dómarans var að ósannað væri að lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hefðu átt að gilda um KPMG í málinu. Þá telur Eyvindur einnig að hin skuldsetta yfirtaka hafi verið í ósamræmi við lög um einkahlutafélög, þar sem segir að fyrirtæki megi ekki lána fyrir kaupum í sjálfu sér, og gert það að verkum að fyrirtækið gat ekki staðið í skilum með greiðslur til hans þegar upp var staðið. Þessu mótmælti KPMG og sagði bankahrunið hafa leitt til gjaldþrots Vinnulyfta. Héraðsdómurinn taldi annað ósannað. Hæstiréttur fjallar hins vegar um málið 23. október.Hvað er skuldsett yfirtaka? Skuldsett yfirtaka og öfugur samruni er það kallað þegar félag slær lán til kaupa á öðru félagi og móðurfélagið er síðan látið renna inn í dótturfélagið ásamt skuldinni fyrir kaupunum. Þar með hefur félagið skipt um hendur en staða þess ekki breyst að nokkru leyti nema því að það er orðið mun skuldsettara fyrir vikið. Viðskipti sem þessi hafa verið mjög umdeild og sögð hafa valdið íslensku efnahagslífi miklu tjóni. Ríkisskattstjóri og fleiri hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þeirra. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir Hæstarétti í næsta mánuði hvort skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni séu lögleg eða ekki. Það er hluti af málatilbúnaði atvinnurekandans fyrrverandi Eyvindar Jóhannessonar í máli hans gegn endurskoðunarskrifstofunni KPMG að svo sé ekki. Hæstiréttur hefur ákveðið að fimm dómarar skuli dæma málið. Í lögum um Hæstarétt segir að þrír dómarar geti skipað dóm í einkamáli „ef úrslit þess varða ekki mikilvæga hagsmuni“. Það hefur verið gert í miklum meirihluta einkamála undanfarin misseri. Í málinu sem um ræðir krefur Eyvindur Jóhannesson, ríflega sextugur fyrrverandi eigandi fyrirtækisins Vinnulyfta, KPMG um 213 milljónir – um 300 milljónir með dráttarvöxtum – vegna aðildar fyrirtækisins að sölu Vinnulyfta árið 2007. Eyvindur sakar KPMG um óheilindi og að hafa snuðað sig um féð þegar endurskoðunarskrifstofan hafði milligöngu um kaup annarra á fyrirtækinu. Fulltrúar KPMG höfðu samband við Eyvind og sögðust vera með áhugasama kaupendur að fyrirtækinu. Sá kaupandi var fyrirtækið FS21 ehf., skúffufyrirtæki stofnað af og í eigu KPMG. Síðar kom í ljós að á meðal þeirra einstaklinga sem áttu eftir að eignast FS21 var einn af lykilstjórnendum Vinnulyfta. „Stefnandi telur að stefndu hafi á öllum stigum kaupferlisins bakað sér bótaskyldu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar, þar sem KPMG og endurskoðendur þar voru sýknuð af kröfunum. „Þá hafi stefndu leynt stefnanda mikilsverðum upplýsingum, unnið með lykilstarfsmönnum stefnanda á bak við hann, verið ófaglegir og óvandvirkir, virt að vettugi ákvæði laga og þá sérstaklega einkahlutafélagalaga og beinlínis unnið gegn hagsmunum hans eftir undirritun kaupsamnings,“ segir þar enn fremur. KPMG hafi „nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart honum og vitað að hann treysti leiðsögn þeirra við hagsmunagæslu fyrir sína hönd“. Eyvindur telur að KPMG hafi haft hlutverk löggilts fasteigna- og fyrirtækjasala í viðskiptunum og hafi því borið að gæta hagsmuna hans til jafns á við kaupandann. Þessu mótmæltu KPMG-menn – þeir hefðu eingöngu unnið fyrir kaupandann. Niðurstaða dómarans var að ósannað væri að lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hefðu átt að gilda um KPMG í málinu. Þá telur Eyvindur einnig að hin skuldsetta yfirtaka hafi verið í ósamræmi við lög um einkahlutafélög, þar sem segir að fyrirtæki megi ekki lána fyrir kaupum í sjálfu sér, og gert það að verkum að fyrirtækið gat ekki staðið í skilum með greiðslur til hans þegar upp var staðið. Þessu mótmælti KPMG og sagði bankahrunið hafa leitt til gjaldþrots Vinnulyfta. Héraðsdómurinn taldi annað ósannað. Hæstiréttur fjallar hins vegar um málið 23. október.Hvað er skuldsett yfirtaka? Skuldsett yfirtaka og öfugur samruni er það kallað þegar félag slær lán til kaupa á öðru félagi og móðurfélagið er síðan látið renna inn í dótturfélagið ásamt skuldinni fyrir kaupunum. Þar með hefur félagið skipt um hendur en staða þess ekki breyst að nokkru leyti nema því að það er orðið mun skuldsettara fyrir vikið. Viðskipti sem þessi hafa verið mjög umdeild og sögð hafa valdið íslensku efnahagslífi miklu tjóni. Ríkisskattstjóri og fleiri hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þeirra.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira