Tískuprinsinn Marc Jacobs mun hanna umbúðir Coke Light í ár og fetar þar með í fótspor Jean Paul Gaultier sem hannaði skemmtilegar umbúðir utan um gosdrykkinn í fyrra.
„Jean Paul Gaultier náði mér auðveldri í fyrra svo það gefur að skilja að ég er mjög spennt að drekka Marc Jacobs kók þetta árið. Íslendingar eru heppnir í þetta skiptið því að í fyrsta sinn verður hægt að nálgast vöruna í íslenskum verslunum. Vei," skrifar Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari Trendnet.is.
Sjá meira á Trendnet.is.
