Ítalinn skapheiti Paolo di Canio sagði upp hjá enska liðinu Swindon Town. Hann íhugar nú alvarlega að fara í mál við félagið.
Di Canio segir að Swindon hafi svikið gerða samninga. Þar vitnar hann sérstaklega til þess er Matt Ritchie var seldur frá félaginu án þess að Di Canio hefði hugmynd um það.
Swindon sagði að það hefði verið nauðsynlegt að selja Ritchie þar sem félagið stæði illa fjárhagslega. Eigandi félagsins setti félagið síðan á sölu og hætti að setja peninga í það.
Forráðamenn Swindon segja að það væru mikil vonbrigði ef Di Canio færi í mál. Félagið hefði einfaldlega verið að róa lífróður.
Di Canio íhugar að fara í mál við Swindon

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
