Allt gert til að halda í hjúkrunarfræðingana Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. janúar 2013 16:11 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. „Við erum að gera allt sem hægt er að gera til þess að sem flestir af þessum einstaklingum snúi til baka," segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, um þá hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum. „Það er náttúrlega augljóst mál að þetta er starfsfólk sem við þurfum á að halda. En ef að svo færi að þetta fólk myndi allt ganga út þá þarf náttúrlega hér að endurskipuleggja alla þá þjónustu sem er veitt og það verður kannnski í einhverjum tilfellum lágmarksþjónusta í raun og veru. Þetta er náttúrlega alvarlegt mál enda tökum við því mjög alvarlega," segir hún. „Við reynum allt sem við getum til að tryggja hér þjónustu en það er auglóst að það yrði hér væntanlega dregið mjög saman og bara sinnt því sem bráðast væri," segir hún. Þeir 280 hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. Engir hjúkrunarfræðingar á geðsviði og bráðasviði hafa sagt upp störfum. Sigríður segist ekki geta skýrt þetta. „Ég hef í fljótu bragði ekki getað gert það. Það eru náttúrlega einstaklingar sem segja upp störfum og þetta hefur lagst svona," segir hún. Hún segir að Landspítalinn muni gera allt sem hægt er til að halda hjúkrunarfræðingunum, en staðan sé flókin. „Þetta er ekki kjaradeila heldur uppsagnir einstakra hjúkrunarfræðinga en það hefur verið í gangi endurskoðun á stofnanasamningum og sú vinna er í gangi. Það er reglulega fundað hér með samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga," segir hún. Allir vilji leysa þennan vanda. Hún segir þó að spítalinn þurfi viðbótarframlag frá ríkinu ef nýir stofnanasamningar muni fela í sér aukinn kostnað. „Hér á Landspítalanum er ekki fjármagn til að standa straum af viðbótarkostnaði vegna stofnanasamninga," segir Sigríður. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. 16. janúar 2013 15:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum að gera allt sem hægt er að gera til þess að sem flestir af þessum einstaklingum snúi til baka," segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, um þá hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum. „Það er náttúrlega augljóst mál að þetta er starfsfólk sem við þurfum á að halda. En ef að svo færi að þetta fólk myndi allt ganga út þá þarf náttúrlega hér að endurskipuleggja alla þá þjónustu sem er veitt og það verður kannnski í einhverjum tilfellum lágmarksþjónusta í raun og veru. Þetta er náttúrlega alvarlegt mál enda tökum við því mjög alvarlega," segir hún. „Við reynum allt sem við getum til að tryggja hér þjónustu en það er auglóst að það yrði hér væntanlega dregið mjög saman og bara sinnt því sem bráðast væri," segir hún. Þeir 280 hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. Engir hjúkrunarfræðingar á geðsviði og bráðasviði hafa sagt upp störfum. Sigríður segist ekki geta skýrt þetta. „Ég hef í fljótu bragði ekki getað gert það. Það eru náttúrlega einstaklingar sem segja upp störfum og þetta hefur lagst svona," segir hún. Hún segir að Landspítalinn muni gera allt sem hægt er til að halda hjúkrunarfræðingunum, en staðan sé flókin. „Þetta er ekki kjaradeila heldur uppsagnir einstakra hjúkrunarfræðinga en það hefur verið í gangi endurskoðun á stofnanasamningum og sú vinna er í gangi. Það er reglulega fundað hér með samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga," segir hún. Allir vilji leysa þennan vanda. Hún segir þó að spítalinn þurfi viðbótarframlag frá ríkinu ef nýir stofnanasamningar muni fela í sér aukinn kostnað. „Hér á Landspítalanum er ekki fjármagn til að standa straum af viðbótarkostnaði vegna stofnanasamninga," segir Sigríður.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. 16. janúar 2013 15:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. 16. janúar 2013 15:19