Besta hárið og farðanirnar á Golden Globe Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. janúar 2013 21:30 Hárið og farðanirnar á Golden Globe verðlaunahátíðinni fá yfirleitt ekki minni athygli en kjólarnir. Að mati sérfræðinga völdu margar stjörnur að fara öruggu leiðina þetta árið og farðanirnar voru yfir höfuð mjög látlausar. Hárið var að sama skapi einfalt og ekki laust við áhrif frá gömlu Hollywood.Við skulum láta myndirnar tala sínu máli.Jessica Alba leit stórkostlega út, en appelsínuguli matti varaliturinn fór henni mjög vel. Hliðarskiptingin og krulllurnar hittu beint í mark við hlýralausa kjólinn.Hunger Games stjarnan Jennifer Lawrence var með einfalda förðun og uppsett hár.Nicole Richie var á allra vörum eftir kvöldið. Hún var með fallegan bláan augnskugga og dökkbláan eyeliner við kjólinn sem einnig var blár. Hún tók áhættu sem gekk upp.Kerry Washington var sæt með topp og fjólubláan augnskugga. Toppar verða vinsælir í sumar.Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley með látlausa förðun og djúpa hliðarskiptingu, en það verður einmitt eitt af hártrendum sumarsins.Jessica Chastain þótti bera af hvað varðar fallega förðun og hárgreiðslu.Amy Adams var með fingrakrullur í gömlum Hollywood stíl.Taylor Swift var gullfalleg með uppsett hárið og einfalda förðun í stíl við kjólinn og eyrnalokkana sem hún klæddist. Golden Globes Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Hárið og farðanirnar á Golden Globe verðlaunahátíðinni fá yfirleitt ekki minni athygli en kjólarnir. Að mati sérfræðinga völdu margar stjörnur að fara öruggu leiðina þetta árið og farðanirnar voru yfir höfuð mjög látlausar. Hárið var að sama skapi einfalt og ekki laust við áhrif frá gömlu Hollywood.Við skulum láta myndirnar tala sínu máli.Jessica Alba leit stórkostlega út, en appelsínuguli matti varaliturinn fór henni mjög vel. Hliðarskiptingin og krulllurnar hittu beint í mark við hlýralausa kjólinn.Hunger Games stjarnan Jennifer Lawrence var með einfalda förðun og uppsett hár.Nicole Richie var á allra vörum eftir kvöldið. Hún var með fallegan bláan augnskugga og dökkbláan eyeliner við kjólinn sem einnig var blár. Hún tók áhættu sem gekk upp.Kerry Washington var sæt með topp og fjólubláan augnskugga. Toppar verða vinsælir í sumar.Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley með látlausa förðun og djúpa hliðarskiptingu, en það verður einmitt eitt af hártrendum sumarsins.Jessica Chastain þótti bera af hvað varðar fallega förðun og hárgreiðslu.Amy Adams var með fingrakrullur í gömlum Hollywood stíl.Taylor Swift var gullfalleg með uppsett hárið og einfalda förðun í stíl við kjólinn og eyrnalokkana sem hún klæddist.
Golden Globes Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira