Fótbolti

Monaco byrjar með mínus tvö stig í haust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri Mynd / Getty Images
Franska knattspyrnuliðið Monaco mun hefja næsta tímabil með mínus tvö stig en ástæðan mun vera slæmt hegðun stuðningsmanna liðsins eftir 2-1 sigur liðsins á Le Mans í lok síðasta tímabils.

Liðið komst með sigrinum upp í frönsku úrvalsdeildina en aðdáendur liðsins hlupu margir inná völlinn þegar úrslitin lágu fyrir og mikil ringulreið lét vart við sig um stund.

Liðið ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili og hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum að undanförnu en leikmenn á borð við Radamel Falcao, James Rodriguez og Joao Moutinho hafa samið við félagið í sumar.

Claudio Ranieri er stjóri liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×