Lífið

Öskruðu og grétu

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjand myndir voru teknar í Smárabíói í gær þegar One Direction myndin This is Us var forsýnd hér á landi. Eins og sjá má var gríðarlega góð stemning í húsinu. Fjöldi stúlkna mættu til að mynda klukkan ellefu í gærmorgun og biðu í röð þar til sýningin hófst klukkan 16:00 - sem segir allt um spennuna í kringum myndina sem verður frumsýnd á Íslandi 6. september næstkomandi.

„Við höfum aldrei á ævi okkar séð svona svakaleg viðbrögð," segir Viðar Brink hjá Senu um andrúmsloftið á forsýningunni.

Þá sungu bíógestir með hverju lagi, öskruðu, grétu og hlógu.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.