Nýtt lag frá Lay Low 29. október 2013 10:29 Lay Low Fréttablaðið/Stefán Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina. Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina.
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira